7.8.07

Jæjah

Þá er nú verslunarmannahelgin búin. Og það er nú gott. Og þá fer maður að skipuleggja jólin. Þau næstu ber nefnilega svo við að Smábáti hefur verið boðið að eyða jólum úti á Flórída með móðurfjölskyldunni sinni. Þar kemur hann til með að jóla í sól og hita frá Þollák til 9. jan. Móðurskipið hefur huxað sér að bregðast við þessu með því að jóla bara heimilið einstaklega snemma, baka einu sortina snemma desembers og halda einhvers konar litlujól áður en hann fer.

En þá er komin upp sú undarlega staða að fjölskyldan jólar þriggja manna. Og alveg pottþétt í allra síðasta sinn þar sem Ofurlítil Duggan verður væntanlega rétt ómætt. Og allur flotinn í menntakerfinu með frí milli jóla og nýjárs. Þá er spurning hvort við vendum kvæðinu í kross og jólum e.t.v. fyrir austan og áramótum kannski bara fyrir norðan, ef húsrúm hjá formæðrum okkar leyfir. Eina áhyggjuefnið er hvort Hugga móða standi þá kannski uppi jólalaus, en hún er nú í menntakerfinu líka þannig að hún getur bara komið austur. Við getum þess vegna tekið hana með!

Sko, ekki seinna vænna að fara að skipuleggja jólin.

En fyrst er nú að afgreiða slatta. Það er sko alveg greinilega gei præd um næstu helgi!

2 ummæli:

Halla sagði...

Ja hérna, það gerast aldeilis ævintýrin á meðan ég bregð mér af bloggbæ... annar kafbátur, sem líklega kemur í ljós á afmælinu mínu, það væri nú gaman;-) Til hamingju ljúfan mín og gangi þér vel í óléttunni, skólanum og uppeldinu og ...knús!

Hugrún sagði...

Þið skulið bara skipuleggja jólin eins og ykkur hentar. Ég redda mér, verð kannski fyrir austan líka. Annars er þetta í allt of mikilli fjarlægð til að skipuleggja.