4.9.07

Skóli!

Hvað sem hori, roki og öjmingjaskap líður, þá skal ég í skólann í dag. Ég bara verð að vita hvort fagið þýðingafræði er ekki örugglega jafn mannskemmandi fræðilegt og tyrfið og ég held. Reyndar hef ég nokkurn veginn þær væntingar um allt sem ég er að taka. En ætla engu að síður að hafa gagn og gaman af. Ég er búin að komast að því að ég er námsnörd. Það er minnst kúl tegund nördismans. Ég fæ mikið út úr því að læra eitthvað sem ekki hefur nema mjög lauslega tengingu við raunveruleikann, ef maður virkilega vill sjá hana. Í leiðinni í þýðingafræðina ætla ég að koma við í bóksölunni. Loxinxs! og kaupa allar þykku og þungu skólabækurnar mínar.

Fárveika Rannsóknarskipið er að reyna að fá hina mikið hressari í dag Freigátu til að leggja sig. Mér heyrist það ekki ganga vel. Best að fara og hjálpa til. Við mæðgur erum hitalausar, en hóstum mikið og ætlum ekki á leikskólann fyrr en á fimmdudag í fyrsta lagi. Rannsóknarskip er í slipp um óákveðinn tíma. Smábátur er hinn hressasti og passar sig að koma helst ekki nálægt okkur.

Engin ummæli: