14.12.07

Brjálað veður...

En Smábáturinn fór samt í skólann í morgun, en verður sóttur á eftir.
Ég keyrði Freigátuna í leikskólann í morgun... er ekki viss um að það hafi verið góð hugmynd, svona ökuhæfnilega séð. Fór svo til eyrnafræðings í Fossvoginum. Hann vottorðaði mig, en gat annars lítið gert fyrir mig. Ég er með fína heyrn og augnhreyfingar þannig að nú á þetta bara að vera alveg að verða gott. Og ég má fara í bumbusund og jóga og allt sem még sýnist. Og vera dugleg að leggja mig á milli. Það versta er að það mikilvægasta kemur líklega seinast, hæfileikar til fyrirframantölvusetu. Oooo.

Held ég skrópi nú samt í sund í dag, menn eiga víst ekkert að vera á ferli. Er að huxa um að fara hreint ekkert meira út. Rannsóknarskip ætlar að koma til að sækja börnin og passa þau svo. Ætli verði ekki bara farið í að þrífa og skreyta þangað til flugfært verður fyrir Smábátinn á Norðurlandið. Sem líklega verður nú ekki fyrr en í fyrramálið.

En ég er nú óttalega hringluð og ætla að taka því frekar rólega í dag. Enda hafa allar þrýstilínurnar ekkert sérstaklega góð áhrif.

En ég er bjartsýn á að geta skilað ritgerðum nokkurn veginn innan skekkjumarka. Vonandi.

Jæjah... bezt að leggja sig nú vel og vandlega.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Úff... var að lesa færslurnar. Þekki svona hringl í höfðinu, ég held bara alltaf að ég sé með heilaæxli!!! Fæ kvíðaköst dauðans og verð hálfu verri bara af móðursýkinni einni saman. Kom í ljós að heiptarleg vöðvabólga væri nú líklegasti orsakavaldurinn. Ásamt einhverju...skúta..eitthvað.
Láttu þig lagast! YLFAMIST