4.12.07

Að gubba, eða ekki

Jájá, nógar ástæður til að grenja í dag. Eða aðallega ein. Nú er Móðurskipið lagst í eitthvað gubbuafbrigði. Reyndar alveg án gubbu. En er með lumbru og hita og ét ekkert. Fékk hins vegar þessa fínu símigu síðustu nótt. Ég mé hreinlega af mér svo miklu að ég efast um að Bjúgnakrækir sæki bara nokkuð til mín þetta árið, eins og annars útlit var orðið fyrir. Allt í einu er giftinghringurinn bara laflaus og ég er ekkert svo mikið eins og hamstur í framan lengur.

En þessi jákvæðni gengur nú ekki, þegar maður ætlar að barma sér.

Nei, ég lýg. Hef það fínt. Freigátan er á leikskólanum. Rannsóknarskip lufsaðist í vinnuna, meira af vilja en mætti held ég reyndar, en hann ætlaði að þræla nemendum sínum svo rækilega úr í þessari síðustu kennsluviku fyrir jól að hann gat ekki látið reka lengur á reiðanum.

Ég sit bara í rúminu, með fötu, og skrifa ritgerð um menningarspeglun. Sem er nú alveg gubbuefni útaf fyrir sig. En sýnist ég alveg vera að koma slatta í verk. Jájá.

Afsakið mig meðan ég æli.

Engin ummæli: