7.5.08

Hættu að moka!

Ég held að borgarstjóri sé að verða einu vandræðalegu viðtali frá því að lenda einn í minnihluta í borgarstjórn. Það er agalegt að horfa upp á þetta. Hann kemst yfirleitt sæmilega frá því sem hann er að reyna að tala sig í kringum framan af, en í síðustu málsgreininni tekur hann sig síðan til og handrotar sjálfan sig. Ef einhver væri með honum í flokki ætti sá hinn sami að standa við hliðina á myndatökumanninum og gefa honum merki þegar hann á að þagna.

Ætli það sé það sem Jakob Magnússon á að gera, fyrir milljón á mánuði.?

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég gleymi því reglulega hvað mér finnst "handrota" skemmtilegt orð.