10.6.08

Að Eystan

Ég fletti Mogganum í dag. Og var í honum! Soffía mús verður frumsýnd á laugardaginn. Í mínum villtustu draumum næ ég að klippa mig og lita fyrir þann tíma.

Í augnablikinu lítur þó hreint ekki út fyrir það. Freigátan er búin að vera með einhverja lumbru, en ég hef verið bjartsýn á að hún fari nú að lagast. Þangað til hún vaknaði í morgun með 38 stiga hita. Þá ákvað ég að vera bjartsýn á að henni myndi skána við eftirmiðdagslúrinn. Eftir hann vaknaði hún með 39 stiga hita. Nú ætla ég að reyna að vera bjartsýn á að þetta verði líklega ekki verra. Ofaná þetta heilsufarsleysi er Hraðbátur búinn að vera með einhvern svakalegan vaxtarkipp og vill liggja á spena allan sólarhringinn.

Hér fyrir eystan hafa ormarnir þó allt í einu ákveðið að vera nokkurn veginn samferða í svefninn á kvöldinn og allt hefur nú verið sofnað undanfarin kvöld um hálftíu leytið. Sem þýðir aftur að ég er byrjuð að lesa mína fystu bók síðan í febrúar. Er að lesa Draumaland Andra Snæs... Snjás...? Snjávar? Kræst. Allavega, bókina sem Allir og Ömmur þeirra eru búnir að lesa. Ég held ég sé að semja um hana pistil í bakhöfðinu. Vona að ég nái einhvern tíma á blogga hann. Gáfnastrumpur kemur við sögu. Einnig er að brjótast um í höfðinu á mér pistill um barnamenninguna á Egilsstaðaheimilinu mínu.

Má heldur ekki vera að því að skrifa hann núna. Er að stelast í kjallarann í leiðinni út í apótek að kaupa hitastíla í veikindagrísinn. Amman er að passa. Vill til að hún er frekar góð á taugum.

3 ummæli:

Elísabet Katrín sagði...

Ég hef ekki lesið Draumalandið eftir Andra Snjó ;)
Hafðu það gott í Egilsstöðunum...

Elísabet Katrín sagði...

Eða á Egisstöðum ;)

Elísabet Katrín sagði...

Á Egilsstöðum....ekki alveg að höndla að skrifa rétt núna ;)