4.6.08

Undir augliti Frojds

Held helst að Júlía Hannam hafi bjargað geðheilsu minni í kveld með því að draga mig út að horfa á fatlaða leika geðfatlaða. Fór sumsé að sjá Athygliverðustu áhugaleiksýningu ársins, þetta árið, í Þjóðleikhúsinu. Þar sýndi Halaleikhópurinn Gaukshreiðrið í leikstjórn Guðjóns Sigvalda. Það var nú örlítið nostalgíuhvetjandi. Og setningin: Ekki liggja á glerinu, það koma fingraför! Þótti mér ennþá notalega heimilisleg.

Í öðrum fréttum. Síðasta leikár var ég í einu embætti hjá Hugleik sem ég sinnti einstaklega illa. Þess vegna var ég alveg búin að ákveða að taka hreint ekkert að mér næsta vetur þar sem hann verður líklega síst ógeðveikari en sá síðasti. Svo hringdi nýi formaðurinn og ég held ég sé búin að taka að mér eina fimm hluti... Émdi segja að nýi formaðurinn lofaði góðu.

Hraðbáturinn fór til læknis. Hann er hvorki kominn með eyrna- eða lungnabólgu. Ennþá.

Engin ummæli: