21.8.08

Góð mál


Á milli 7 og 8 á hverjum morgni huxa ég: "Ég verð að reyna að láta krakkana sofna seinna á kvöldin." Á sama tíma pm, þegar ormarnir eru loknir út af eftir að hafa vaknað við fyrsta hanagal um morguninn, er ég svo komin á þveröfuga skoðin. Núna er til dæmis alveg bara dásamlegt að þau skuli hafa slegið eigin met og sprottið upp klukkan 6.30 í morgun.

Og ef þau svæfu lengur á morgnana myndi ég bara gera slíkt hið sama. "Barnlaus" kvöld getur maður hins vegar notað til uppbyggilegra athafna. (Þ.e.a.s., horfa á sjónvarpið og hanga á fesbúkk.)

Svo, gott mál.
Annað gott mál.

Á Laugaveginum í gær rak ég augun í að þessa dagana virðist tískan vera að snúast í þá átt að gallabuxur eigi að vera alveg hreint níð- sleikjandi- uppírassskoruskríðandi þröngar.
Sem er nú heppilegt.
Allar buxurnar mínar hlupu í sumar og eru núna einmitt þannig...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Einu sinni var talað um LG buxur sem voru svo þröngar að ... sáust.

Þórunn Gréta sagði...

Þá verð ég ekki í tísku næstu mánuði.. ekkert nýjar fréttir svosem, en ég kaupi mér yfirleitt gallabuxur sem eru 1-2 númerum of stórar.. það er svo svaðalega þægilegt!!

Siggadis sagði...

Ég sá stelpu á Laugaveginum um daginn í kúkabuxum! ... so help me god...