19.9.08

Úldn

Góðu fréttirnar eru þær að líklega kemst Freigátan inn á leikskóla um svipað leyti og seinni framtönn Hraðbátsins klárar að koma úr kafinu.

Að öðru leyti er nú bara allt svefnlaust, andlaust og ömurlegt í dag.
Nenni ekki með ormana út í rokið, sérstaklega þar sem Freigátan er með einhvern vott af hori. Smábátur hoppaði eitthvað í gær og meiddi sig í hælnum og fer til læknis á eftir. Við Hraðbátur áttum fjórðu svefnlausu nóttina í röð, eða eitthvað. Tönnin sem ég hélt að hefði klárað að laumast upp í gær er víst ekki alveg komin.

Skóladagur í dag og ég er svo fullkomlega ólesin að ég hef sjaldan upplifað annað eins. Sem er mjög slæmt í málstofu þar sem 8 manns eru skráðir og 4 mæta venjulega.

Er svo fullkomlega búin að missa sjónar á tilgangi lífsins að ég nenni ekki einu sinni að endurskipuleggja neitt. (Sem er yfirleitt það sem gerist þegar ég þarf að hanga heima hjá mér.)

Góðu fréttirnar eru þær að eftir að Freigátan byrjar á leikskólanum og Hraðbáturinn er kominn með síðustu tönnina í bili verður þetta hreint ekkert mál, fram að áramótum.

Engin ummæli: