9.9.08

Í nánd?

Í fréttatímanum gekk maður undir manns hönd við að segja mér að það yrði örugglega EKKI heimsendir á morgun. Sem gerir það að verkum að ég er mikið að velta fyrir mér hvort það verður heimsendir á morgun. Minnir þó, eftir því sem ég best man af svartholsfræðum, að ef heimurinn ferst svoleiðis gerist það mjög hratt og maður hefur líklegast ekki hugmynd.

Og hvað gerist þá næst?

Í tilefni þessara þanka hafði ég kvöldgönguna af andlegra taginu og ráfaði í ljósaskiptunum um regnvotan Hólavallakirkjugarð við Suðurgötu. Varð hvorki vör við afturgöngur né ástarfundi.

Og er líf eftir dauðann?

Enn sem fyrr er ég á þeirri skoðun að ég nenni ekki að mynda mér skoðun á því. 
Ætla bara að sjá til – á morgun.

Og hér má sjá hverju þarf að koma í verk áður.

2 ummæli:

Ásta sagði...

Mér skilst nú að það sá álíka miklar líkur á að þessar tilraunir valdi heimsenda og að geimverur taki upp á því að sprengja jörðina í loft upp.

Sigga Lára sagði...

Þetta hefðu nú verið fyndin síðustu orð... ;-)