10.11.08

Eins og ekkert c...

Ég fer að halda að hraðbátur sé búinn að vera lengur með í eyrunum en mig grunaði. Hann hefur um nokkurt skeið verið óttalega svefntruflaður þó hann sé þessi rólegheitadrengur að öðru leyti. Í nótt svaf hann síðan nonnstopp í einhverja 10 tíma. Rumskaði aðeins einu sinni við að vera á hvolfi en hann er með hátt undir höfðalaginu út af eyrnabólgunni og var því kominn með hausinn alvarlega niður brekku. Eftir þennan svakalega nætursvefn hélt ég að hann myndi nú ekki sofa mikið í dag. En hann svaf einnoghálfan tíma fyrir hádegi og virðist ætla að sofa annað eins nú síðdegis. Ég er sumsé búin að endurheimta litla sofandabarnið mitt. Frekar skemmtilegt.

Er líka að leggja lokahönd á lokapróförk af Glettingnum.
Erfitt að nenna að einbeita sér að einhverju jafn hundhrútleiðinlegu og leiðréttingalista þegar maður sér í ritgerð um tragískar hetjur alveg rétt hinumegin við hornið. Djuss bókmenntafræðingur er maður nú orðinn... og hefur gaman af því!

1 ummæli:

Siggadis sagði...

*öfund og samgleðst*