28.2.09

Davíðsheilkenni Ingibjargar

Afdankaðir pólitíkusar virðast í venju fremur lélegu sambandi við veruleikann þessa dagana. Nú heldur Ingibjörg "þið-eruð-ekki-þjóðin" Sólrún að eina ástæðan fyrir því að hún ætti (hugsanlega kannski ef til vill) að hætta í pólitík sé sú heilsufarslega. Gerir sér enga grein fyrir því að pólitískt byrjaði hún að skíta á sig á Þingvöllum í hitteðfyrra og virðist ekki geta hætt. Þessi blaðamannafundur bar heilmikinn keim af sprengidags-Kastljósinu, þar sem þær stöllur virtust búa í einhverjum allt öðrum veruleika en ég. Málið snýst ekki um jafnréttisbaráttuna. Ekki um hvað Ingibjörg er að spekúlera í sínum persónulegu baráttum og síst um hvað þær tvær eru góðar vinkonur og halda að þær geti "unnið vel saman." Allavega er mér skííííítsama um það alltsaman. (Og ég er VÍST, fokkíng, þjóðin. 1/320.000-asti)

Og nú hrynur fylgið af Samfylkingunni.

Málið er það að ég held að meirihluti þjóðarinnar vilji að næsta ríkisstjórn verði vinstrisinnuð félagshyggjustjórn. Og Samfylkingin undir stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er vissulega félagshyggjuflokkur. Samfylking Ingibjargar Sólrúnar er hins vegar eiginhagsmunapotandi auðvaldsklíka sem gefur Sjálfstæðisflokki Davíðs Oddssonar ekkert eftir. Og væri trúandi til hvers sem er eftir kosningar. Til dæmis endurtekningu á Þingvallasamstarfinu með nýjum forystumönnum Sjalla! Eina von vinstri arms Samfylkingarinnar er að einhver rústi henni bæði í prófkjöri og formannskjöri.

Djöfull varð ég allt í einu svartsýn á þessar kosningar og framtíðina yfirhöfuð.
Best að halda áfram að krúsa húsnæðismarkaðinn í Kanada.

Engin ummæli: