21.5.09

Dagur 3 á skúlanum

Jæja. Þá er fyrsti "heili" skóladagurinn að verða búin. Ég er búin að skrifa og skrifa og gera alveg sæmilegt. Heljarslóðarorrustan er öll að verða skemmtilegri og vitleysari en hún var fyrir. Og er þá mikið sagt. Langhundum hefur verið slátrað hægri og vinstri og ótal lítil samtöl hafa orðið til.

Í morgun las ég leikritið hans Eyfinns, sem er harla gott, og líka söngleikur, og honum gekk alveg merkilega vel að skilja okkur Benedikt. Svo spjölluðum við og kennarinn sagði mér allavega ekki að troða þessu neitt upp í félagsheimilið á mér.

Hádegishléinu vörðum við kennarinn fyrir framan útvarpið á internetinu og erum bara harla ánægð með Helgrindurnar mínar.

Svo er kvöldvaka í kvöld. Sjálfsagt ekki leiðinlegri á færeysku...

Engin ummæli: