8.9.09

Vort daglegt...

Ég hélt að bloggið myndi græða feitt á öllu hanginu hér yfir skræðunum og huxinu í doktrinu. En öðru er nær. Verkefnin svoleiðis hlaðast upp og láta ekki bíða eftir sér og vinnudagarnir eru svo fljótir að líða að það er hreint engin hemja. Í allan dag er ég til dæmis búin að sitja yfir yfirlesnum drögum að doktorsverkefni, aðallega heimildaskránni. Hvernig í rassgatinu stendur á því að maður getur verið á fjórðu háskólagráðu (farinn að stefna hraðbyri í að fá vinnu á bensínstöð) og er ekki enn búinn að temja sér einhverja samræmda heimildaskráagerð? Ég held ég geri þetta aldrei eins. Og þarf alltaf að fletta uppá hvernig þetta má og á að vera.

Djull.

Allavega, var heima í gær með augnsýktan Hraðbát. Einstaklega þægilegt að vera bara með eitt barn. Enda tókum við til höndum, tókum til og þrifum ógurlega og þvoðum örugglega fjórar þvottavélar. Í dag er síðan stuttur hlaupadagur. Það þýðir að ég hleyp svona kannski 3 - 4 km. Á morgun er langur hlaupadagur og þá hleyp ég eitthvað hátt í 10. Þriðja hvern dag hleyp ég síðan ekki neitt en hjóla þá eða syndi eða geri eitthvað annað í staðinn. Þannig er hið rúllandi á þremur dögum prógramm. Þyngd og lögun stendur samt enn í stað eftir langlegu ágústmánaðar. Planið er samt að minnka um fimm kíló í viðbót og fjölmarga sentímetra fyrir jól. Hörbalæf og önnur fæðubótarefni eru étin í akkorði, en fátt eitt annað. Svo Átak Ofurheilsunnar er enn í gangi.

Svo held ég að gítarnámið hefjist í næstu viku. Enn er á huldu hvernig stundaskráin í því lítur út. En ég er fjarskalega spennt. Svo á að sækja um styrk fyrir spánnýtt leikrit sem enn er ekki nema frekar óljós hugmynd. Af því að það eru nú allsstaðar péningar.

4 ummæli:

Berglind sagði...

Djull? Er þetta pent bölv? Þá þykja mér nautin rekin ...

Sigurvin sagði...

Ertu ekki til í að láta mig fá þessi 5 kg.? Það er einmitt það sem mig vantar.

Sigga Lára sagði...

Elllskan, ég þarf nú helst að losna við fimmtán í viðbót, svona í allt. Ertu ekki til í að taka þau bara öllsömul?

Sigurvin sagði...

Jújú, þú meilar þetta bara á sigurvinbs@gmail.com ;)