16.10.09

Að lifa október af. Dagur 16.

Berst hatrammri baráttu við samviskudrauginn. Er búin að vera að skanna yfir nokkra texta í morgun og er að verða komin með upplegg í eina "litla" ritgerð... (einhverntíma hefði maður nú samt ekki notað það lýsingarorð um 30 - 40 bls., en í samhengi við doktorshroðann er þetta nottla pínöts) og er nokkurn veginn komin með fyrirlestur sem ég á að flytja á þriðjudaginn. Nennisiggi er kominn í heimsókn og mig langar að stinga af eftir hádegi. Fara heim - út að hlaupa - í lengra bað en maður getur leyft sé með stóðið heima - spila á gítar þangað til tími er kominn til að sækja liðið á leikskólana.

En auk samviskunnar sem þvælist fyrir er komið rok og rigning. Það er talsvert laust við að ég nenni að hlaupa í þessum fjára. Eða hvað? Veðurspáin spáir áframhaldandi rigningu svo langt sem augað eygir. Og ef áætlaður árangur í kílóafækkun á að nást í október fer ekki hjá því að mar verði að galla sig upp og harka af sér, líklega alveg nokkrum sinnum.

Sé annars alveg jafnvel fram á að síga niður í 70 kílóin áður en mánuðurinn er úti. Man þegar ég fór í fyrsta sinn upp í þau. Jólaævintýri Hugleix var um þær mundir 70 blaðsíður og ég komin slatta af mánuðum á leið og orðin spikfeitari en mér þótti þægilegt. Hefði líklega lagst í yfirlið, sorgir og eilífðarsút, hefði einhver sagt mér að fjórum árum síðar ætti ég í baráttu við að koma mér NIÐUR í þennan kílóafjölda. Algjörlega ó-ólétt. Össsss.

Já, ég held að það sé bara regngallinn og pollahlaup.
Tjóar ekki að sitjog grufla, gæskan.

Engin ummæli: