2.10.09

Að lifa október af. Dagur 2.

Ekki hugsa um fjárlögin fyrr en þú þarft þess. Að öllum líkindum þarftu þess aldrei. Ef þú lest engan fréttavef og horfir bara á eitthvað skemmtilegt meðan fréttirnar og Kastljósið geturðu ímyndað þér að árið sé nítjánhundruðníutíu og eitthvað og það sé ekki einu sinni búið að einkavæða bankana.

---

Af fréttum af heimilisfólki er það helst að allir hafa það bara fínt. Við Rannsóknarskip erum eitthvað að spá og spekúlera og erum nú farin að skoða alvarlega þann möguleika að skreppa í tveggja ára námsferð til Kanada, ca. árið 2012. Þannig er að enskukennarann hefur lengi langað í MA-gráðu frá háskóla í enskumælandi landi. Þarna eftir 3 ár verður Smábáturinn búinn með grunnskólann, Freigátan búin með leikskólann og doktorsverkefnið mitt vonandi komið á það stig að ég get farið að huga að einhverri úrvinnslu. (Fyrir utan að hér verður líklega allt farið að hanga verulega mikið á horreiminni.) Við erum að spekúlera í Manitoba. Þar er flottur háskóli sem er m.a. með íslenskudeild sem ég er að láta mig dreyma um að fá þá kannski að vera gestanemandi/kennari, við.

En þetta eru nú alltsaman draumórar og spekúleringar, ennþá. Sem eru aftur líka fínir til að láta október líða.

3 ummæli:

Árný sagði...

Hei, mæli með Manitoba - var skiptinemi þar fyrir nokkrum *hóst* árum :) Við Hjörvar þekkjum einmitt líka deildarstjórann í íslenskudeildinni í háskólanum í Winnipeg. Þar verður kalt á veturna og heitt á sumrin, ljúft fólk og gott að vera útlendingur þar - engin ástæða til að verða Kanadabúi þó maður búi þar, allir stoltir af sínum uppruna. Frábær hugmynd!

Sigga Lára sagði...

Frábært. Svona getur maður haft sambönd án þess að vita af því. ;)
Ég er líka búin að gera fljótfærnislega skönnun á ástandi skóla á öllum skólastigum í nágrenni háskólans og skoða ýmsa möguleika í húsnæðismálum. Og mér sýnist þetta alveg raunhæft.

En ég held það borgi sig að byrja ekki seinna en strax að tékka á hvaða styrki væri hægt að sækja um. Svoleiðis er alltaf asnalegt, óaðgengilegt og getur alveg tekið 3 ár. ;)

Siggadis sagði...

Ohh hvað ég öfunda ykkur - er einmitt komin með LangtíFjarskaBurskannveikina á hátt stig!