17.2.10

Litla jafnréttisdrottningin

Á leikskóla Freigátunnar búa börnin sjálf til grímubúningana sína. Og þá er líka alltaf þema og þau fá að velja hvaða persóna þau eru. Í fyrra voru það Múmínálfarnir. (Freigátan valdi að vera Snabbi.) Í þetta sinn er það ævintýrið um Stígvélaða köttinn.

Þegar Freigátan kom af leikskólanum í gær frétti ég að hún hefði verið að búa til fína kórónu. Móðurskipið dró að sjálfsögðu ályktun (gegnsýrða af fordómum um metnað fjögurra ára stúlkna) og spurði: Já? Ætlarðu að vera prinsessa?

Freigátan: (Djúpt hneyksluð) Nöjts! Auðvitað kóngurinn!

Segiði svo að ungar stúlkur sæki ekki í valdastöður...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ef Freigátan er fjögurra ára þá þarf að uppfæra persónur og leikendur :)

Hrafnhildur