20.8.10

Jó! Siggi!

Sigurður Einarsson fær illa öjmingjalegar spurningar.
"Hvernig tilfinning er að vera eftirlýstur af Interpol?"
"Áttu von á að verða ákærður?"
"Hefurðu hreina samvisku?"

Komm on.

Heyrðu, Siggi? Hvernig tilfinning er að hafa sett þjóð sína á hausinn?
Ertu stoltur af sjálfum þér? Finnst þér ekkert að þú ættir að éta minna og skammast þín?
Heldurðu að einhver trúi því að þú hafir ekki stolið neinu? Veistu hvað þú ert mikill hrokapungur og aumingi að hunskast ekki strax í yfirheyrslu?
Hvernig er að vera landráðamaður og fáviti og verða sennilega bráðum drepinn af einhverjum fúlum og blönkum fyrrverandi verktaka á Íslandi? Hvernig tilfinning er það nú?

Og hvar eru peningarnir? Ha? Sem þú stalst? Ha, Siggi?
HVAR ERU HELVÍTIS PENINGARNIR?

Og, heyrðu, er satt að þú hafir selt andskotanum augun úr þér af því að þú VARST EKKI MEÐ NEINA SÁL?

Látum Johnny National sitja fyrir Sigurði næst þegar hann sést.

6 ummæli:

Berglind Rós sagði...

Ég hló hræðilega mikið að þessu með augun og ég mana Aðalbjörn að elta hann uppi og spyrja hann að þessu!

Nafnlaus sagði...

Sælar,ég stalst til að linka á þig á facebookina mína, með þeim orðum að þú yrðir ráðin sem spyrill á RÚV :) kv. Margrét Aðalsteins

Sigga Lára sagði...

Hahaha!
Takk fyrir það, Margrét. Kannski spurning um að henda inn umsókn. ;)

Og Berglind: Hringjum í hann!

Sigga Lára sagði...

Eða, neiannars. Ég held að Aðalbjörn sé kominn í sumarfrí. Og sennilega farinn eitthvurt að skjóta eitthvað.

Nafnlaus sagði...

Held að Silvía Nótt yrði líka prýðilegur spyrill :o)

Nafnlaus sagði...

Æ, þetta átti ekki að vera nafnlaust - því þetta var bara ég. Allt of langt síðan ég hef sett inn komment hér.
Hrafnhildur