14.12.10

Vitleysan er allskonar

Stundum er maður alveg hylgengilega stjúpid. Til dæmis þegar maður leyfir einhverjum að taka viðtal við sig um HÁ vetur. Þegar maður er síðan löngu búinn að gleyma því, og biksvartasta skammdegið skollið á, þá þarf að taka MYNDIR! Fyrir það fyrsta er aldrei góð hugmynd að taka mynd af mér. Ég er undantekningalítið með lokuð augu OG að segja eitthvað. En fékk þó góða pointera úr heimildaþættinum sem var á RÚV í gær. Með muninn á því hvernig konur og kallar eru myndaðar í auglýsingum. Of Boðs Lega merkilegt. Konur halla undir flatt, liggja og eru í einhverjum jafnvægisæfingum þar sem þær virðast vera valdalausar og viðkvæmar, kallar horfa beint framan í myndavélina eins og sá sem valdið hefur. Kallar hafa stjórn á umhverfi sínu, konur eru komnar upp á náð og miskunn þess.

Djöfull hroðalega ætla ég ekki að halla undir flatt heldur hafa algjöra stjórn á umhverfi mínu í þessari myndatöku. (Og kannski rétt að taka aðeins til að skrifborðinu, ef það skyldi vera með á mynd?) (Eða kannski... einmitt ekki svo það líti út eins og ég sé að gera eitthvað?)

Annars er ég líka að fara að hitta leiðbeinandann minn. Ég er kannski svona hæggeng, en núna, eftir eitt og hálft ár, finnst mér ég fyrst vera að komast að því um hvað rannsóknin mín fjallar ekki. Hún fjallar nefnilega ekki um málefnin. Ekki þjóðfélagið, ekki söguna... ekki kommúnismann eða kapítalið. Hún fjallar um leikhús, nefnilega.

Ég er að pakka niður fullt af bókum sem ég er búin að vera að vesenast með frá byrjun. Nú þarf ég að fara að tala við fólkið í leikhúsinu. Með diktafón og læti. Ekki til að láta það gefa mér endilega neitt sérstakt sem ég býst við. Nú veit ég ekkert hvert ég fer. Ég er nokkurn veginn með fræðilega grunninn. Held ég. Ég bý í þessu þjóðfélagi. Rannsóknaraðferðin og inngangurinn er kominn. (Á samt alveg örugglega eftir að breytast þegar ég sé hvað ég er með.)

Þetta var eitt og hálft ár í undirbúningsvinnu.
Nú byrja ég.

(Þegar búið er að taka af mér nokkrar fokkíng forljótar myndir.)

Engin ummæli: