Í gær var japanskasti dagurinn minn til þessa. Hann byrjaði á því að ég þorði í fyrsta sinn að smakka japanskan morgunmat á hótelinu. Það er reiktur fiskur í honum og svo setur maður hrátt egg og sojasósu út á hrísgrjónin sín og svona. Það var fantagott. ("Western style" morgunverðurinn er ekki alveg að gera sig. Enda Japanir engin brauðþjóð. Hef heldur ekki séð neinn feitan... það er að segja af innfæddum.)
Síðan var meira ráðstefn. Aðalfyrirlestrar um morgununn voru báðir alveg fantaæðislegir. Fyrst talaði Petra Kuppers, hún er áhugaleikari og er í hjólastól. Þýsk, starfar við háskólann í Michigan. Hún rannsakar, og talaði um, áhugaleikhús og leikhús fatlaðra, sýndi okkur myndir af æðislegum sýningum, og ég talaði við hana og sagði henni frá Halanum, seinna. Svo talaði Paul Rae sem starfar við háskólann í Singapúr um eyjamenningu og heimsmenningu og var alveg ferlega áhugaverður líka.
Svo var new scholars panell, þar fór ég að sjá Gender negotiations, eða kynjafræðistöff, meðal annars fyrirlesturinn hjá Bestaflokksaðdáanda, (fyrir) sem ég rakst á hérna. Mjög merkilegt. Í hádeginu var síðan hádegisverðarboð fyrir new scholars. Það er fyrir alla sem ekki hafa lokið doktorsnámi og þar er líka stjórn samtakanna og svona. Góóóóður matur þar. Síðan fór ég í eitt seminar um pólitík. Þar töluðu eintómir gamlir refir og það var nú stuð. Þeir vita fullt.
Í seinna kaffinu hélt ég áfram með japanska þemað, fór á tedrykkjuserimóníu. Bætti um betur með því að hætta á að pissa í japanskt klósett í sömu pásu. Það var... áhugavert.
Síðasta málstofa dagsins var fjölþjóðlegur panell um femínisma. Fyrirlestrar frá Bandaríkjunum, Japan, Indlandi og Bretlandi. Og líflegar umræður á eftir. Af því að umræðan fór eitthvað þangað þá tjáði ég mig aðeins um karlahóp femínistafélagsins á Íslandi. (Eftir nokkur heiladauð innlegg um hvort femínismi/kvenréttindabarátta sé eitthvað fyrir karlmenn.) En þetta var mjög gaman.
Um kvöldið var Noh-leikhús. Sem mér fannst skemmtilegt, aftur, en átti mér fá skoðanasystkin, aftur. Óvenju fjölmenn bjórdrykkja eftir heimkomu á óvenjufjölmennum bar. En Japanir eru sniðugir, loka börunum sínum og henda manni út um ellefuleytið, þannig að við erum alltaf komin heim á skikkanlegum tíma.
Jæja.
Síðasti ráðstefnudagurinn!
10.8.11
Dagur 4. Rokkstjarn!
Í gær byrjaði ráðstefnan. Á morgnana er alltaf einn svona "allsherjarfyrirlestur" sem allir mæta á, og þennan morgun voru líka allar velkomnuræðurnar. Fráfarandi formaður samtakanna, Brian Singleton, talaði sem og skipuleggjandi alls dæmisins hér í Japan Yasushi Nagata. Svo var Mori Mitsuya með fyrirlestur. Ég verð að viðurkenna að ég hlustaði ekki reglulega vel á hann, enda var fyrirlesturinn minn í málstofu sem byrjaði strax á eftir. Semsagt, klukkan 11 hófust málstofur (sem eru þrjár á dag, 1 og hálfur tími hver) og ég var með fyrirlestur í einni þarna strax ásamt tveimur Eistum. (Haha, var bara að fatta núna að það er fyndið.)
Allavega, það var alveg sæmileg mæting, (ekkert rokkstjörnu, en samt) og okkur Gnarrinum tókst alveg sæmilega upp. Allavega er alveg fullt af fólki búið að þurfa ferlega mikið að tala við mig um fyrirbærið og svona. Annars erum við, nokkur, búin að tala heilmikið um hvað jafngildir rokkstjörnu í akademísku samhengi, og erum komin með þvílíkan metnað, eitthvað. Eftir að þessu var svona yndislega afl0kið fórum við og fundum japanskan hádegisverð í einhverju mötuneyti og svo var njarðað frekar. Eftir hádegishlé var það sem kallað er "new scholars forum". Málstofur þar sem fólk í doktorsnámi er og fær aðeins að tala í tíu mínútur, í stað þeirra tuttugu sem við fáum við "stórukrakkaborðið". (Ég hefði getað verið í því, en nennti ekki til Japan fyrir 10 mínútur.) Ég fann náttúrulega eitthvað pólitískt, þar sem var m.a. mögnuð úttekt á byltingunni í Egyptalandi.
Í síðustu málstofu dagsins fór ég síðan á fyrstu málstofu sem tengist vinnuhópi sem félagar mínir voru að stofna um leikhús og trúarbrögð. Ferlega gaman, einn fyrirlestur um bandaríska gyðinga, annar frá Íran og sá þriðji frá Nígeríu. Hroðalega skemmtilegar umræður og þegar ég kom út var ég í smá stund að rifja upp hvar ég var.
Þá var trillað beint út í rútu, og brunað í opnunarboð ráðstefnunnar. Hún var í áhugaleikhúsi útúr bænum. í Nose Ningyo Joruri Theatre hvar etið var frá sér sem mest vit, síðan fengum við stutta brúðuleiksýningu. Í ætti við Bunraku. Nema amatör. Það sást alveg. Hins vegar fengum við að fikta í brúðunum í þessu leikhúsi. Það var sko gaman!
Svo var bjórsession. Þar fréttum við Kim frá Danmörku að við hefðum verið með BESTU abströktin þegar við sóttum um fjármögnun frá hátíðinni til ferðarinnar og það hefði aldrei verið nein spurning um að við fengjum að koma. Fyrir því var hæfævað dáldið. (Og rokkstjarnað.)
Besta uppgötvun dagsins var samt sú að á föstudaginn er ekki laugardagur. Sem þýðir að ég kemst í skoðunarferð til Kyoto, sem ég hefði ekki komist í ef allt hefði verið eins og ég hélt. Svo í miða í hana var fjárfest.
Það var heitt þegar við komum og síðan hefur bara hitnað og hitnað. Vill til að ráðstefnuskólinn er prýðilega loftkældur. (Jafnvel einum of, á stundum. Já, ég á von á kvefi á hverri stundu.) Og tímamismunurinn virkar þannig á mig að ég vakna á hverjum morgni um hálfsex. Svo það er best að halla sér.
Dagurinn í dag kemur á morgun.
Meikar sens?
Allavega, það var alveg sæmileg mæting, (ekkert rokkstjörnu, en samt) og okkur Gnarrinum tókst alveg sæmilega upp. Allavega er alveg fullt af fólki búið að þurfa ferlega mikið að tala við mig um fyrirbærið og svona. Annars erum við, nokkur, búin að tala heilmikið um hvað jafngildir rokkstjörnu í akademísku samhengi, og erum komin með þvílíkan metnað, eitthvað. Eftir að þessu var svona yndislega afl0kið fórum við og fundum japanskan hádegisverð í einhverju mötuneyti og svo var njarðað frekar. Eftir hádegishlé var það sem kallað er "new scholars forum". Málstofur þar sem fólk í doktorsnámi er og fær aðeins að tala í tíu mínútur, í stað þeirra tuttugu sem við fáum við "stórukrakkaborðið". (Ég hefði getað verið í því, en nennti ekki til Japan fyrir 10 mínútur.) Ég fann náttúrulega eitthvað pólitískt, þar sem var m.a. mögnuð úttekt á byltingunni í Egyptalandi.
Í síðustu málstofu dagsins fór ég síðan á fyrstu málstofu sem tengist vinnuhópi sem félagar mínir voru að stofna um leikhús og trúarbrögð. Ferlega gaman, einn fyrirlestur um bandaríska gyðinga, annar frá Íran og sá þriðji frá Nígeríu. Hroðalega skemmtilegar umræður og þegar ég kom út var ég í smá stund að rifja upp hvar ég var.
Þá var trillað beint út í rútu, og brunað í opnunarboð ráðstefnunnar. Hún var í áhugaleikhúsi útúr bænum. í Nose Ningyo Joruri Theatre hvar etið var frá sér sem mest vit, síðan fengum við stutta brúðuleiksýningu. Í ætti við Bunraku. Nema amatör. Það sást alveg. Hins vegar fengum við að fikta í brúðunum í þessu leikhúsi. Það var sko gaman!
Svo var bjórsession. Þar fréttum við Kim frá Danmörku að við hefðum verið með BESTU abströktin þegar við sóttum um fjármögnun frá hátíðinni til ferðarinnar og það hefði aldrei verið nein spurning um að við fengjum að koma. Fyrir því var hæfævað dáldið. (Og rokkstjarnað.)
Besta uppgötvun dagsins var samt sú að á föstudaginn er ekki laugardagur. Sem þýðir að ég kemst í skoðunarferð til Kyoto, sem ég hefði ekki komist í ef allt hefði verið eins og ég hélt. Svo í miða í hana var fjárfest.
Það var heitt þegar við komum og síðan hefur bara hitnað og hitnað. Vill til að ráðstefnuskólinn er prýðilega loftkældur. (Jafnvel einum of, á stundum. Já, ég á von á kvefi á hverri stundu.) Og tímamismunurinn virkar þannig á mig að ég vakna á hverjum morgni um hálfsex. Svo það er best að halla sér.
Dagurinn í dag kemur á morgun.
Meikar sens?
8.8.11
Dagar 2 og 3. Allskonar furðuleikhús

Í dag, dag 3, var ég í "fríi" vegna þessarar fækkunar í vinnuhóp, en notaði það gríðarlega vel. Fann allavega einn banka hvar ég get tekið út pening. Það tók mikið pappísrflóð og ég fæ ekki að taka út mikið á sólarhring. Svo mál morgundagsins verður að finna hraðbanka sem er til í kortin mín eða annan svona stórbanka nálægt háskólasvæðinu. Sem er alveg trikkí vegna þess að nú gerist prógrammið strengra með hverjum degi.
Allavega, aftur að deginum í dag. Mætti um 11.30 upp í háskóla til að fara í leikhús. Hljómaði spennandi. Leikhús sem ævinlega er alfarið kvenkastað og sé maður of hávær um ágæti þessa leikhúss (ef maður sé fullorðin kona) ku kona fá á sig lesbíustimpil. Spennandi?
Tjah... hefði maður haldið.
Vitiði hvað? Það er hægt að setja 100 konur á svið... í öllum fötunum og án nokkurs klámívafs, og sneiða samt alfarið hjá öllu görlpáveri og vera með tjúllaða karlrembu í gangi. Þetta er sumsé japanskt glimmerleikhús, alveg brjálað vinsælt... Og allar stúlkurnar sem eitthvað kveður að í melódramatískum (og VONDUM) söngleikjunum eru í karlmannsgervi. Til að bæta gráu ofan á svart eru leikkonurnar, allar hundrað, ÆÐISLEGAR. En mig langar mest að leita uppi alla listræna stjórnendur sem og leikhússtjórnendur og eigendur og berja þá fast með skóflu. Sérstaklega tónlistarhöfund og þann sem ákvað að sinfóníuhljómsveitinn undir sviðinu ætti að hljóma eins og lyftutónlist... eða nei, frekar þennan sem ákvað að leikritið ætti að vera þetta ömurlega sem frændans samdi... eða kannski búningahönnuðinn sem bar ábyrgð á öllu geðveika glimmerinu... Úr vöndu að ráða.
Fyrirbærið heitir Takarazuka. Hér er tíser úr heimildamynd um fyrirbærið.
Um kvöldið varð aftur ponkulítið gaman. Artfart með kóreisku sviðslistakonunni Kim Manri sem fékk lömunarveiki þegar hún var lítil, varð mjög hreyfihömluð og hefur gerð sér hreyfilistform úr því. Sýningin hér Uri Omoni eða „Mamma mín.“ Hún var nokkuð hæg og ég verð að viðurkenna að ég pávernappaði aðeins inn á milli, en þetta var flott og gaman að heyra Lambið hinsta (öðru nafni Last Rose of Summer) í lokin.
Eftir sýninguna fundum við litháenska stelpu og leituðum svo uppi veitingastað þar sem við átum japanskt og drukkum bjór til miðnættis. Sem er orðin einskonar hefð...
6.8.11
Dagur 1. Flugþreyta dauðans?
Ég hef ekki hugmynd um hvað ég vakti lengi í gær/fyrradag. Ferðin Reykjavík-Helsinki-Istanbul-Osaka gekk að óskum. Svona fyrir utan það að þegar hingað var komið tókst okkur að fara öfugu megin út úr neðanjarðarlestarstöðinni og villast í klukkutíma. Ja, eins og menn gera... Ég var að ferðast með tveimur vinum mínum og írönsk kona sem við þekkjum fann okkur að lokum og gat lóðsað okkur á hótelið. Þá var búið að loka öllum veitingastöðum (í Japan ku það gerast um áttaleytið) svo við fengum okkur bara eitthvað mjög „dodgy“ japanskt á brautarstöðinni áður en við fórum á hótelið og í gríðarlega langþráða sturtu. Við létum þó ekki deigan síga alveg strax, fórum aftur út og tókst með harðfylgi að finna japanskan bar í nágrenninu þar sem við fengum okkur smá bjór og sake og spjall fyrir mjög langþráðan svefn.
Að ég hélt.
Ég hunskaði mér nú ekki í bælið fyrr en klukkan eitthvað hálftvö að staðartíma og bjóst við að sofa eins og grjót, að minnsta kosti til morguns. En, nei. Mín vaknaði klukkan hálfsex. Alveg glað. Enda sé ég núna (þegar ég gefst endanlega upp og sest við tölvuna klukkan hálf átta) að klukkan er hálfellefu að kvöldi á Íslandi. Líklega er sú klukka bara enn í gangi.
Japanska hótelherbergið er ógurlega lítið og sætt. Klósettið er gríðarlega tæknilegt, með allskonar tökkum. Og svo er voða mikið af allskonar dóti hérna. Meira að segja tæki og tól til teframleiðslu.
Ég ætla að hitta fólkið mitt núna klukkan 9 í morgunmat og síðan ætlum við að reyna að finna út úr hvernig við komumst í háskólann þar sem ráðstefnan er. (Ákváðum að við myndum ekki einu sinni reyna að ná "skutlunni" sem færi þangað klukkan 8. Yrðum örugglega ekki vöknuð. Hahaha) Þar reikna ég með að við nálgumst ráðstefnugögnin okkar og ég ætla að sitja eitthvað á fundum með vinnuhópi um pólitískar sýningar.
Annars verður verkefni dagsins að finna millistykki sem lætur evrópskar rafmagnsklær passa í japanskar innstungur, sem eru eins og bandarískar.
Svo er leiksýning í kvöld. Sem við förum á beint frá skólanum. Ég held ég nenni ekki að dröslast með hálfbatteríislausa tölvuna í dag þannig að ég verð ekkert aftur í "sambandi" fyrr en einhvern tíma seint í kvöld... sem er líklega bara á morgun, að íslenskum tíma.
Gsm síminn minn virkar ekki hérna, en ég leigði mér annan, og við öll hérna, svo við gætum verið í sambandi ef við týnumst. Sem er alveg líklegt.
Jæja, japanskt bað!
Að ég hélt.
Ég hunskaði mér nú ekki í bælið fyrr en klukkan eitthvað hálftvö að staðartíma og bjóst við að sofa eins og grjót, að minnsta kosti til morguns. En, nei. Mín vaknaði klukkan hálfsex. Alveg glað. Enda sé ég núna (þegar ég gefst endanlega upp og sest við tölvuna klukkan hálf átta) að klukkan er hálfellefu að kvöldi á Íslandi. Líklega er sú klukka bara enn í gangi.
Japanska hótelherbergið er ógurlega lítið og sætt. Klósettið er gríðarlega tæknilegt, með allskonar tökkum. Og svo er voða mikið af allskonar dóti hérna. Meira að segja tæki og tól til teframleiðslu.
Ég ætla að hitta fólkið mitt núna klukkan 9 í morgunmat og síðan ætlum við að reyna að finna út úr hvernig við komumst í háskólann þar sem ráðstefnan er. (Ákváðum að við myndum ekki einu sinni reyna að ná "skutlunni" sem færi þangað klukkan 8. Yrðum örugglega ekki vöknuð. Hahaha) Þar reikna ég með að við nálgumst ráðstefnugögnin okkar og ég ætla að sitja eitthvað á fundum með vinnuhópi um pólitískar sýningar.
Annars verður verkefni dagsins að finna millistykki sem lætur evrópskar rafmagnsklær passa í japanskar innstungur, sem eru eins og bandarískar.
Svo er leiksýning í kvöld. Sem við förum á beint frá skólanum. Ég held ég nenni ekki að dröslast með hálfbatteríislausa tölvuna í dag þannig að ég verð ekkert aftur í "sambandi" fyrr en einhvern tíma seint í kvöld... sem er líklega bara á morgun, að íslenskum tíma.
Gsm síminn minn virkar ekki hérna, en ég leigði mér annan, og við öll hérna, svo við gætum verið í sambandi ef við týnumst. Sem er alveg líklegt.
Jæja, japanskt bað!
3.8.11
Japan: Bráðum!
Þetta var sumarfrí. Það var afar óbloggsamt. En þýðingarmikið. (Þ.e.a.s. með miklu af þýðingum.) Nú er ég komin frá Austlandinu og á leiðinni talsvert lengra austureftir á föstudaginn. Asnalega mikið að gera þegar maður er svona einn og yfirgefinn heima hjá sér. Fullt af undirbúningi og stressi við að reyna nú að gleyma engu heima, svo finnur maður ekkert, eins og tildæmis hlaðarann að æpottinum, og hvernig á maður svo sem að vita hvað manni á eftir að detta í hug að nota í einhverju fáránlegu landi þar sem maður skilur ekki einu sinni skiltin?
Þar ku vera viðbjóðslega heitt og rakt úti, en svo er klikkuð loftkæling innandyr þannig að líklega er kvef alveg fyrirsjáanlegt. Hinir sem ég er í samskiptum við og eru að fara á þessa ráðstefnu sitja með sveittan skallan við að stytta fyrirlestrana sína en minn er líklega ekkert of langur. (Bara vondur... segir samviskubitið yfir að hafa ekki verið í allt sumar að skrifa hann og ferðastressið.)
Er búin að setja eitthvað af fötum ofan í tösku, er að reyna að skilja pláss eftir fyrir verslunaræði á fjórum flugvöllum og mögulega líka í verslunum Osaka sjálfum. Þyrfti að gera órstjórnlega margt. Er ekki að nenna neinu. Gæti sofið endalaust. Sófakartaflast samt út í hið óendanlega. Í staðinn fyrir að taka reglulega vel til, eins og ég lofaði.
Allt þarf að gerast á morgun.
Andvarp.
Ætla að vera dugleg að skrifa hér allt skemmtilegt sem gerist í Japan.
Þar ku vera viðbjóðslega heitt og rakt úti, en svo er klikkuð loftkæling innandyr þannig að líklega er kvef alveg fyrirsjáanlegt. Hinir sem ég er í samskiptum við og eru að fara á þessa ráðstefnu sitja með sveittan skallan við að stytta fyrirlestrana sína en minn er líklega ekkert of langur. (Bara vondur... segir samviskubitið yfir að hafa ekki verið í allt sumar að skrifa hann og ferðastressið.)
Er búin að setja eitthvað af fötum ofan í tösku, er að reyna að skilja pláss eftir fyrir verslunaræði á fjórum flugvöllum og mögulega líka í verslunum Osaka sjálfum. Þyrfti að gera órstjórnlega margt. Er ekki að nenna neinu. Gæti sofið endalaust. Sófakartaflast samt út í hið óendanlega. Í staðinn fyrir að taka reglulega vel til, eins og ég lofaði.
Allt þarf að gerast á morgun.
Andvarp.
Ætla að vera dugleg að skrifa hér allt skemmtilegt sem gerist í Japan.
23.6.11
Sumarleysa?
Ég fylgist þessa dagana með hitatölum af Austurlandi með umtalsverðum hryllingi. Ef þetta snýst ekki þegar hundadagar byrja erum við að tala um 1993 all over again. Og það var nú ljóta skítasumarið. Og hví skyldi mér ekki vera sama, búandi suðvestanmegin í blíðunni? Jú, eini tíminn þar sem ég hef hugsað mér eitthvað til útivistar í sumar verður austanmegin á landinu, ca. seinnipartinn í júlí. Fúlt ef það verður bara slydda...
Annars er ég að reyna að finna vinnugírinn. Gengur samt ekkert sérstaklega. Það er allt að trufla mig. Til dæmis ætla ég til tannlæknis í dag, mér til skemmtunar og yndisauka, og ætla með litlu ormana í klippingu á morgun. Stóri ormurinn er í Danmörku síðan í gær og verður í viku. Rannsóknarskip spilar golfmót og fer á tónleika í dag, svo Móðurskip þarf að standa sig. Í gær var rúmlegur dagur. Vegna hjartsláttarrugls. Sosum viðbúið að svoleiðis tæki sig upp í kjölfar skólastressins.
Og nú: Anna í Grænuhlíð!
Annars er ég að reyna að finna vinnugírinn. Gengur samt ekkert sérstaklega. Það er allt að trufla mig. Til dæmis ætla ég til tannlæknis í dag, mér til skemmtunar og yndisauka, og ætla með litlu ormana í klippingu á morgun. Stóri ormurinn er í Danmörku síðan í gær og verður í viku. Rannsóknarskip spilar golfmót og fer á tónleika í dag, svo Móðurskip þarf að standa sig. Í gær var rúmlegur dagur. Vegna hjartsláttarrugls. Sosum viðbúið að svoleiðis tæki sig upp í kjölfar skólastressins.
Og nú: Anna í Grænuhlíð!
21.6.11
Ferðabrjál
Jæjah. Mjög hressandi viku útúr samhengi lokið. 10 dagar af einkahúmorskum félagsskap, námi og kjaftæði eru alveg skemmtilegir. En þá er að finna aftur þennan daglega riþma sem kemur hlutunum í verk. Hann er nú aldeilis ekki sjálfgefinn. Sérstaklega ekki þegar hann stendur ekki yfir nema í 2 vikur, og þá verður þrusað í sumarbústað í burtinu. Og fyrir þann tíma þarf bara allur fj... að gerast.
Annars er allt að gerast. Talaði við flórídanskan mann áður en ég fór sem er að safna í bók um íslenskt leikhús í nútímanum. Ef hann skrifar það sem ég vill get ég vonandi notað bókina hans eitthvað, komi hún út á næstu 1 - 2 árum. Næst á dagskrá er að hella sér í þýðingar og byrja á fyrirlestrinum fyrir ráðstefnuna í Japan. Önnur ráðstefna í London í september hefur líka verið staðfest og þá ætlar Rannsóknarskip með mér og úr því ætlum við að gera öldungis leikhúsfyllerí. Aukinheldur var áðurnefndur eiginmaður að fá styrk í Kómeníusarverkefni þannig að hann fer tvisvar til Tyrklands og einu sinni til Rúmeníu (eða öfugt) á næstu 2 árum. Þar að auki er skólinn hans að plana skólaheimsókn í byrjun júní að ári. Þá ætla ég með, ef ég mögulega hef efni á, og stunda almennan gleðskap á meðan þau skólaheimsækja. ferðaplan mitt næstu mánaða lítur þá svona út (alveg fyrir utan ferðir Rannsóknarskips eins síns liðs):
Júlí - Þurranes í Dölum (og mögulega smá Patró) - Eyjafjörður - Egilsstaðir (og smá Borgarfjörður E og örugglega víðar)
Ágúst - Osaka
September - London
Október - Færeyjar
Og svo verður alveg kyrrt um hríð, fyrir utan árlegt jólaflakk, þangað til:
Júní, Montpellier. Og svo líklega mögulega Skólinn sem ég var að koma af.
Og vitiði hvað? Mér finnst ekki einu sinni sérlega skemmtilegt að ferðast!
Geðbilun.
Annars er allt að gerast. Talaði við flórídanskan mann áður en ég fór sem er að safna í bók um íslenskt leikhús í nútímanum. Ef hann skrifar það sem ég vill get ég vonandi notað bókina hans eitthvað, komi hún út á næstu 1 - 2 árum. Næst á dagskrá er að hella sér í þýðingar og byrja á fyrirlestrinum fyrir ráðstefnuna í Japan. Önnur ráðstefna í London í september hefur líka verið staðfest og þá ætlar Rannsóknarskip með mér og úr því ætlum við að gera öldungis leikhúsfyllerí. Aukinheldur var áðurnefndur eiginmaður að fá styrk í Kómeníusarverkefni þannig að hann fer tvisvar til Tyrklands og einu sinni til Rúmeníu (eða öfugt) á næstu 2 árum. Þar að auki er skólinn hans að plana skólaheimsókn í byrjun júní að ári. Þá ætla ég með, ef ég mögulega hef efni á, og stunda almennan gleðskap á meðan þau skólaheimsækja. ferðaplan mitt næstu mánaða lítur þá svona út (alveg fyrir utan ferðir Rannsóknarskips eins síns liðs):
Júlí - Þurranes í Dölum (og mögulega smá Patró) - Eyjafjörður - Egilsstaðir (og smá Borgarfjörður E og örugglega víðar)
Ágúst - Osaka
September - London
Október - Færeyjar
Og svo verður alveg kyrrt um hríð, fyrir utan árlegt jólaflakk, þangað til:
Júní, Montpellier. Og svo líklega mögulega Skólinn sem ég var að koma af.
Og vitiði hvað? Mér finnst ekki einu sinni sérlega skemmtilegt að ferðast!
Geðbilun.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)