16.9.03

Þá er þetta fína sumarfrí í Hafnarfirði að verða búið. Það er alltsaman búið að vera einstaklega gagnlegt, "landaði" vinnunni á Bandalaginu nokkuð endanlega frá áramótum, reddaði mér húsnæði í kommúnu Nönnu frá sama tíma (halló 101!).
Samt, búin að vera ágætis afslöppun og frí frá þvarginu á Egilsstöðum, enda er vinna og slatti af fundum og leikæfing um leið og ég kem úr fluvvélinni. (urgh...) Mikið verðu nú gaman og þægilegt að flytja hingað í bæinn í rólegheitin;-)

Annars er ég að finna fyrir vaxandi rithöfundi. Þ.e.a.s. undarlegri hvöt til að sitja einhversstaðar og skrifa lygar og vitleysu, ekki einhverja ritgerð/greinar eða sollis leiðindakjaftæði. Vil alls ekki skrifa, eða gera, ef út í það er farið, hluti sem "vit" er í. Oj.

Bæðevei, þetta skrifa ég á tölvu með ADSL tengingu (!) á skrifstofunni á heimilinu (!!) á meðan verið er að dramatúrgera leikrit í eldhúsinu (!!!). Alltaf gaman að ramba á sína réttu hillu í lífinu...

Engin ummæli: