17.9.03

Komin heim.
Hér er allt í einu kominn vetur, skíta kuldi úti og það á að snjóa á morgun. Hvað var ég eiginlega lengi í burtu? Missti kannski af jólunum?
Kom heim í gargandi þvottakrísu, fór í öll fötin sem ég átti eftir áður en ég fór í vinnuna. (Mér snjallara kvenfólk hefði e.t.v. notað eitthvað af þessum tveimur dögum sem ég hafði til að ráfa um miðbæinn til að kaupa eitthvað í tóma fataskápinnn... maður bara eyðir ekki "sumarfríinu" sínu í að gera leiðinlegt.)

Þarf að hitta þrjú sett af geðsjúklingum seinnipartinn, ritstjórn Glettings, stjórn leikfélagsins og svo náttúrulega Gaukshreiðursgengið. Hælismatar allsstaðar.

Og í dag er Rannveig komin úr fríi þannig að ég fæ að fara aftur að dudda niðri á verkstæði.
Jibbúler!

Engin ummæli: