Ég var búin að átta mig...
... á ungliðabyltingunni á Alþingi og sætta mig við það að mín kynslóð væri farin að þreifa sig áfram í stjórnun landsins. En, fékk samt menningarsjokk þegar ég komst að því að tannlæknirinn hérna er bara einhver Norðfirðingur á mínum aldri.
Kræst hvað maður er orðinn gamall eitthvað. Er fólk á mínum aldri svona almennt "orðið" eitthvað? Alþingismenn eða tannlæknar? Ætli ég þurfi að fara að ákveða hvað ég ætla að gera við líf mitt?
Ojbara.
11.9.03
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli