8.9.03

Menningardagur
Var ógurlega artí í gær, fór inn á Skriðuklaustur og skoðaði álfasýningu og niður á Seyðisfjörð og skoðaði myndlistarsýningu í Skaftfelli, hvoru tveggja til að ná mér í efni til menningarrýni fyrir svæðisútvarpið. Fannst ég verða einstaklega hipp og kúl kona með "carreer" a la Sex and the City.

Finnst það ekki alveg jafn mikið í dag, veit ekki mikið hvað ég á að segja um þessar sýningar, með gargandi ritstíflu og er búin að komast að því að ég hef ekki vit á neinu. Aldrei sér maður Carrie Bradshaw lenda í þessu!

Líka samlestur á Gaukshreiðrinu í gærkvöldi með næstum öllum leikurunum. Það var hrikalega gaman að heyra og mér sýnist þetta lið hafa alla burði til að gera alveg sultugóða sýningu. Gangi allt vel.

Jæja... grrr... huxhux... Hvað eru góðar klisjur í myndlist?

Engin ummæli: