24.9.03

Geðheilbrigði er mjög mikilvægur þáttur í lífinu.
Þegar menn eyða tíma sínum ýmist einir á verkstæði í lakk- og þynnis sniffi eða í félagsskap nokkurn veginn heilbrigðs fólks sem þó er stöðugt að þykjast vera geðveikt, er ekki laust við að efasemdir um andlegt heilbrigði fari að gera vart við sig.

Ég er í miðju ferli. Þetta er mjög undarlegt. Ég hef oft tekið þátt í því áður, en skil samt ekki baun í hvernig það virkar. Það er þetta með það þegar slatti af fólki kemur saman og fer að lesa sama handritið aftur og aftur, svo fer tími í að hjakka, labba og stressast og vitleysast, og svo er allt í einu komin leiksýning...
Ég verð alltaf jafn hissa á frumsýningu.

Enn er nú samt langt í hana, og þangað til hangir geðheilsan á bláþræði. Þar sem ég get ekki skilið hvernig þetta galdraferli gengur fyrir sig, þá er ég aldrei viss um að það virki aftur.

Gerði fyrsta rýnispistilinn í svæðisútvarpið í gær. Búið að panta annan fyrir næstu viku. Vona að ég móðgi ekki mjög marga.
Sat ritstjórnarfund með Glettingsmönnum í gær, reyndi að móðga ekki mjög marga.
Sat síðan framkvæmdanefndarfund með leikfélagsfólki eftir það, held ég hafi ekki móðgað neitt marga, tók að mér að gera eitthvað sem ég man ekki hvað var.

Það eru akkúrat 3 mánuðir til jóla!

Engin ummæli: