Bloggleti í gangi sem kemur til af kör nokkurri sem ég ákvað að leggjast í, alveg flöt, og vera alla vikuna. Er nokkurn veginn komin á lappir, að ég held, og ætla að reyna að halda mér þar.
Allir á Moggavefinn og kjósa allt sem Gunnar Björn og Karamellumyndin hans er tilnefnd til Eddunnar fyrir. Nú virkar víst ekki lengur "delete cookies" trixið sem Sverrir sonur minn kjaftaði frá í fyrra, þannig að við verðum víst að reyna að gera þetta löglega. Allavega, nú fer hver að verða síðastur.
Svo senda náttúrulega allir íslenska strauma til Þýskalands og litháska strauma til Skotlands um helgina! Mér til mikillar kætni er verið að opna fótboltapöbb á Egilsstöðum. Þóttu mér þetta mikil tíðindi og góð þar sem ég hef ekki aðgang að Stöð 2 eða Sýn neins staðar.
Svo sá ég auglýsinguna fyrir fyrirbærið.
Hún var á íslensku, ensku og ítölsku og staðinn á að opna með "strákakvöldi". Hrrmpfff...! Ekki þar fyrir að mér finnst arfagóð hugmynd að taka testósterónpakkið á svæðinu og loka það inni á einum stað, en á þeim stað finnst mér ekki sérstaklega aðlaðandi að dvelja. Sé fram á að fórna enska boltanum fram að áramótum.
Er annars búin að vera að berjast við að koma nýju kommentakerfi inn á þessa síðu, en gengur eitthvað ekki vel og ég hef ekki hugmynd um hvað ég er að gera vitlaust.
Grrrrr....
10.10.03
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli