13.10.03

Egilsstaðir eru að verða menningarpleis hið mesta.

Ég komst að þessari niðurstöðu á mjög áþreifanlegan hátt þegar ég rumskaði eitthvað á aðfaranótt laugardags (eins og gengur) við mikinn söng og gleðilæti á götum úti (eins og gerist jú stundum þegar er ball sem ég er ekki á). Til flutnings einhvers staðar var tekið lagið Vegbúinn (sem er ekki óalgengt þegar menn hafa drukkið af söngvatni) nema í þessu tilfelli var hann fluttur af hástemmdri barítónrödd með óperutilþrifum! Semsagt, hámenning svæðisins er farin að flæða yfir í eftirballafyllerí, hvað þá annað.
Næst verða menn líklega farnir að gera skúlptúra í partýum og böll í Valaskjálf verða kóreugraferuð í ballettstíl!

Leikfélagið hafði hins vegar endaskipti á þessu um helgina, menn brugðu sér í skítagallana, ljósameistari vor koma í heimsókn að sunnan og svo var byggð leikmynd. Eftir að hafa smoðið og ljósað eins og vindurinn alla helgina renndum við okkur á rassinum í gegnum allt heila klabbið í gærkvöldi með ljósum eftir því sem hægt var.
Það er ýmislegt komið... og fullt eftir... eins og gengur. Hálfur mánuður til stefnu og nú förum við líka að komast að því hvort við fáum að fara með okkar ágæta örleikrit á hátíðina í borgarleikhúsinu þann 25. Svo verður Gaukshreiðrið frumsýnt þann 26. og eftir það geta menn farið að eiga líf aftur.

Ég er að slást við að reyna að setja aftur inn hjá mér kommentakerfi. Kannski virkar það núna...

Engin ummæli: