3.10.03

Hélt ég myndi eiga mjög rólegan morgun í vinnunni, ein á minni hæð og svona. Ekki aldeilis, hingað ruddust inn allir verkalýðsforkólfar landsins í skoðunarferð, nýkomnir innan af Kárahnjúkum alveg rasandi yfir ástandinu þar, þar að auki fastir fyrir austan vegna anna í flugi.
Semsagt, morguninn fór mikið í verkalýðsmál.

Svo er snjókoma. Ég held menn verði bara að sæta sig við það að veturinn í vetur ætlar að vera öflugur og erfiður, allavega hérna megin á skerinu.

Nú er ég að verða komin í helgarleyfi frá mínu lífi og fer í bæinn að hitta önnur líf og leikfélög. Er annars komin með hálfgerð fráhvörf frá geðsjúklingunum mínum í Gaukshreiðrinu eftir 5 daga pásu og hlakka mikið til að halda áfram í því dæmi á mánudaginn.
Mikið gaman.

Engin ummæli: