Jæja.
Þetta er undarleg vika, leikstjórinn í burtu og í kvöld þarf ég ekki að gera NEITT! Er næstum viss um að það er ekkert í sjónvarpinu þannig að það verður örugglega bara leiðinlegt.
Við erum annars byrjuð að æfa leikrit fyrir örleikritahátíðina góðu (sem verður í Borgarleikhúsinu 25. október, daginn eftir frumsýningu á Gaukshreiðrinu). Við erum að æfa leikritið "Sambekkingar" eftir Dr. Tótu með leikonunum Ástu Jóhannsdóttur, Guðlaugu Ólafsdóttir (Gullu) og Guðrúnu Gunnarsdóttur (mömmu hennar Halldóru). Eins og þeir sem til þekkja geta ímyndað sér þá eru þær leikæfingar skemmtilegar samkomur, svo ekki sé meira sagt.
Er að huxa um að fara á Eskifjörð og skoða Erró sýningu seinnipartinn, og blaðra svo um það í útvarpið í vikunni.
Gamangaman.
30.9.03
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli