7.11.03

Kominn föstudagur og allt.
Búin að ryðja umfjöllun um eina málverkasýningu í útvarpið og er að reyna að komast að því hvernig mál standa með frumsýnningu á Fáskrúðsfirði. Henni er haldið svo vandlega leyndri að ég þarf líklega að reyna að hringja í leikstjórann til að komast að því hvort það er frumsýning um helgina eður ei. Annars eru víst einhver flóð og skriðuföll á leiðinni til Fáskrúðsfjarðar þannig að spurning hvort lífi og limum er hættandi fyrir menninguna

Annars, helgin fer trúlega í að vinna Gletting og reyna að komast eitthvað í ritgerðina. Næsta sýning á Gaukshreiðrinu er á sunnudaginn. Þar á bæ gengur allt þokkalega, um 50 manns á sýningu í gærkvöldi og menn fleygðu sér fram af sviðinu af tómri leikgleði. Sótt hefur verið um að koma til greina sem áhugaverðasta áhugaleiksýning ársins, hvað sem hver segir.

Vil hvetja alla sem tök hafa á að heimsækja Leikfélag Hafnarfjarðar um helgina, þar á að sýna slatta af örleikritum, m.a. eitt eftir Jón Guðmundsson, súrrealískan penna frá Hallormsstað. Er sjálf fullkomlega miður mín að missa af þessu. Það þyrfti að minnka Ísland þannig að allt sé í þægilegu ökufæri. Nú missi ég t.d. trúlega af öllu sem verður um að vera á suðvestur horninu fram að áramótum, vegna vegalengda og okurs Flugfélags Íslands. Hmpfh. Gat maður ekki aulast til að búa eitthvað aðeins nær? Á Akranesi, t.d.?

Engin ummæli: