8.11.03

Þarf að hanga í vinnunni í dag. Skjaladagur á neðri hæðinni og Dísa bað mig að lesa upp einhverja vitleysu og við Rannveig ákváðum að hafa opið á okkar hæð líka. Svosem alltílagi. (Reyndar koma örugglega færri en enginn...)
Bara verst að mig langar eiginlega miklu meira að vera heima að prjóna og/eða lesa Harry Potter 5 í annað skipti. Ef ég væri heima ætti ég hinsvegar að vera að lesa yfir greinar í Gletting og/eða skrifa ritgerð. Því nenni ég allsalls ekki.

Er semsagt þungt haldin af kvíðaröskun (leti) og þarf nauðsynlega að "gera eitthvað fyrir sjálfa mig" *lesist í yfirdrifið tilgerðarlegum Fólkmeðsirrý tón* (semsagt gera ekkert)

Þegar ég verð stór ætla ég aldrei að:
- gera neitt sem mér þykir leiðinlegt.
- taka ábyrgð á neinu
- vera neitt eða í einu sem inniheldur orðhlutann "stjór" (sbr. ritstjóri, sýningarstjóri eða í stjórn neins)

Fara annars ekki alveg að koma jól? Eftir á að hyggja, ég væri til í að vera jólastjóri. Myndi hafa þau svona þrisvar á ári.

Engin ummæli: