Er að verða búin að öllu.
Er m.a. búin með Might and Magic 7, tölvuleik sem ég byrjaði á í kringum 1998.
Því miður er ekki eins ástatt með leikritið og MA ritgerðina sem ég byrjaði á um svipað leyti. Nú er semsagt bara leiðinlegt að verða eftir á verkefnalistanum og um að gera að finna nýtt skemmtilegt til að gera frekar.
Ég sá t.d. nýtt veruleikasjónvarp um helgina, byggingaverkamaður var dubbaður upp sem milli og á síðan að velja á milli 20 heimskra stúlkna sem eru látnar halda að þær eigi möguleika á því að vera í prinsessuleik það sem eftir er ævinnar. Þær fá ekki að vita að hann á enga péninga fyrr en eftirá.
Nú finnst mér gaman.
Svo er Egilsstaðafærðin í essinu sínu. Núna er kominn snjór ofan á hálkuna þannig að maður veit ekkert hvar hún er. Hænugöngulagið virkar ekki neitt lengur og maður getur hvenær sem er verið kominn á rassgatið með lappirnar út í sitt hvort loftið og brotna mjaðmagrind.
Það verður að vera einhver spenna í þessu...
8.12.03
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli