12.1.04

Er ekki í húsum hafandi þessa dagana vegna geðvonsku sökum aðgerðarleysis. Unnustagreyið fékk að kenna svo illa á því um helgina að af honum er ekki mikið eftir.
*skammastsín*

Aðgerðir fóru þó í gang fyrir helgi. Skráði mig á tvö námskeið hjá Endurmenntunarstofnun, en svo hringdi Toggi og bauð mér "Rússa" í Hugleik þannig að ég hætti við annað. Læri sumsé bara gagnrýna huxun þetta misserið, en ritlist verður að bíða. Svo ætla ég að reyna að fara að fara í jóga og sollis í Kramhúsinu á morgnana, byrjaði einstaklega vel, skrópaði í Thai Chi í morgun.
Það liggur sem sagt ýmislegt fyrir, en það bjargaði því miður ekki nýliðinni helgi.

Föstudagskvöld var reyndar næstum því aðgerðaríkt. Fór að sjá Pabbastrák í Þjóðleikhúsinu. Alveg þokkalega unnin sýning að mörgu leyti, en spurningin "að vera eða ekki vera hommi" finnst mér vera orðin þreytt og misráðin. Er að huxa um að fullvinna og rökstyðja eftirfarandi kenningu: "Við erum öll hommar... só vott?" Samt, alltaf gaman að sjá ný leikrit þegar maður er handviss um að geta betur sjálfur. Múhahahaha!
(- Ha? Fara að gera eitthvað til að sýna fram á það? Æi þegiðu og láttu mig vera.)
Svo var Næstibar og Guðjón Sigvalda fram eftir nóttu. Gamangaman.

Allavega, nú skal geðinu komið í lag eftir föngum. Í dag eftir vinnu verður herbergið mitt gert íbúðarhæft, svo skal bókhlaðan lögð undir ritgerðavinnu (prófessor Guðni búinn að panta viðtal á fimmtudag þannig að nú þurfa hendur að standa framúr...) Á einhverjum tímapunkti í dag ætla ég svo að skúra skrifstofuna mína og í kvöld er stefnt á tiltekt í Hugleixhúsi. Svo Krippalú jóga klukkan hálfátta í fyrramálið.
Eftir nokkra svona daga ætti geðið kannski að byrja að lagast.

Engin ummæli: