2.1.04

Hvílíkt velkom!

Ég er sumsé flutt til Reykjavíkur. Ég er farin að halda að það hafi verið misráðið.

Í fyrsta lagi. Það eru nýbúin að vera áramót þannig að unnusti minn var morgunfúll og geðvondur þegar hann þurfti að sækja mig á flugvöllinn fyrir hádegi og mátti þar að auki ekkert vera að því að tala við mig í dag sökum áramótaheita. (Mér var trúlega nær að gera ekki svona mikið grín að því hvað hann væri feitur og mikill alkóhólisti... allt þetta ár ætla ég að halda mér saman.)

Svo. Við Ásta vorum búnar að dudda við að gera íbúðina okkar sæta (og stærri...) í dag fara með mig í Kringluna til að láta mig venjast stórborginni.
Ég var ekki nema rétt byrjuð að rifja upp hversu veraldarvön ég var hérna í eina tíð, þegar dyrabjöllunni var hringt. Ásta svaraði ekki í dyrasímann heldur bara ýtti á takkann, eins og menn gera. Við vorum harla glaðar og héldum að nú værum við heldur betur að fá óvænta heimsókn. En, nei. Áður en við vissum hvaðan á okkur stóð veðrið stóðu tveir menn inni í gangi, snardópaðir, og þóttust eiga að handrukka okkur. Við urðum eiginlega harla skelkaðar og fórum í fúlustu alvöru ekki að geta gert grín að þessu fyrir alvöru fyrr en núna, fullum klukkutíma síðar.
Málum lyktaði allavega þannig að við sögðum þeim bara að fara, og það gerðu þeir. Guðmávita hversvegna, vegna þess að þeir voru alvarlega rugglaðir og hefðu getað tekið okkur í bakaríið á svipstundu.

Núna erum við að reyna að ná okkur niður yfir rauðvíni og ædoli. Ég væri alvarlega að huxa um að taka næstu flugvél heim í sveitina ef ekki væri fyrir Hugleik, blessað Bandalagið og ADSL.

Skál!

Engin ummæli: