4.6.04

Þetta verða nú aldeilis skemmtilega skrykkjóttar ferðir hjá mér.

Á leiðinni út þar ég að leggja af stað löngu áður en ég vakna, eitthvað um 5, aðallega til að eyða svo hálfum deginum á Stansted. Um 5 er ég síðan komin til Cork en þá þarf ég að æða í blóðspreng til að ná rútunni, sem fer frá einhverjum stað sem ég man ekki lengur hvar er og veit ekkert hversu langt frá flugvellinum er heldur.

Á leiðinni til baka þarf ég að taka rútu eldsnemma til Cork, og þvælast síðan þar um fram á eftirmiðdag. Loxins þegar flugið mitt kemur til London þá þarf ég eiginlega að taka einn góðan sprett til að ná fluginu heim, sem fer rúmum klukkutíma síðar.

Ef ég missi af fluginu heim hef ég huxað mér að setjast á farangurinn minn og fara að grenja.

Var síðan að heyra aðeins meira af þessu námskeiði, við verðum 9, eintómar keeellingar. Það finnst mér fínt, fyrir utan huxanlega fyrirsjáanlegt skilningsleysi á EM í fótbolta og jafnvel skort á félagsskap í þannig áhorfi.

Ó well. Best að koma sér heim að pakka.

Engin ummæli: