Stórmerkilegt.
Í gær var ég ég áframhaldandi íbúðapælingum, velti fyrir mér ýmsu og komst að því að eiginlega vantaði mig meiri peninga... það allavega... svona... kæmi sér alveg vel.
Spurði sem svo:
- Hvernig nær maður í meiri peninga?
- Maður fær sér meiri vinnu.
Svaraði Gvuð.
Ég á atvinnuauglýsingavefinn í mogganum, með hálfum hug þó, yfirleitt er hann ekkert vaðandi í seinnipartsvinnum sem ég kann. Haldiði ekki að þeir hafi verið nýbyrjaðir að auglýsa ritara/bókara starf, vinnutími frá 14 - 18. Byrja í september.
Mér duttu allar dauðar lýs úr höfði, hamraði saman umsókn og starfsferil, sem er allur morandi í bókhaldi og ritarastörfum, og sendi inn. (Undirstrikaði það sem hljómar vel, þetta með að vera utan af landi og þannig...)
Þetta væri náttlega ekkert sérstaklega amalegt. Miðað við að byrja að vinna í september ætti greiðslumat að geta orðið alveg prýðilegt í kringum 1. des.
En, gáum hvað gerist. Kannski eru þetta asnakjálkar sem vilja ekki borga neitt af viti. Eða vilja ráða einhvern með stærri brjóst...
Svo er bara að renna upp menningarnóttarhelgi. Er að huxa um að menningarnótta, svona allavega seinnipartinn á laugardag, í fyrsta skipti á ævinni!
Hef alltaf verið að gera eitthvað annað á menningarnótt og aðfaradag, þannig að nú er ég að huxa um að menningarsnobba feitt.
20.8.04
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli