Það einmanalegasta sem ég geri, nokkurn tíma, er að þurfa að fara út í 10-11 um kvöldmatarleytið og kaupa mér plastbakkamat til að borða alein á skrifstofunni minni. Mér finnst allt í lagi að þurfa að kaupa plastbakkamat á bensínstöð sem ég þarf svo að borða á leikæfingu. Það er allt annað. Eins finnst mér allt í lagi að borða ein heima hjá mér. Treysti mér alfarið til að elda eina kjötbollu eða búa til eitt salat. Ekki málið.
En að borða einn á skrifstofunni sinni er bara vont.
Þá er maður einn í heiminum.
Best að skrifa eitthvað einstaklega einmanalegt í leikritið.
12.10.04
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli