- Geðraskanir af krónískri syfju.
- Þarf að skrifa eins og hálft leikrit í dag og þar með halda mér vakandi alveg uppá eigin spýtur.
- 10 dagar í afhendingu íbúðar minnar, sem allt í einu er algjörlega strangnauðsynlegt að gerist á réttum tíma, af óprenthæfum ástæðum.
- Pappírar vegna lántöku eru á ferðinni á milli Egilsstaða og höfuðborgar, ekki ljóst hvenær undirritun kaupsamnings gerist.
Þar sem bloggið mitt er óskablogg væri kannski ekki úr vegi að óska eftir því að öll þessi skipulagsatriði gangi nú eins og blómstrið eina og gott betur. Vil samt ekki óska eftir meiri tíma þar sem ég hef grun um að næstu 10 dagar verði nokkuð lengi að líða, þrátt fyrir allt annríki.
Já, og svo náttúrulega óska ég líka eftir heimsfriði, nýjum forseta í Bandaríkin, farsælli lausn á deilu vegna launamála kennarra og nægs skotsilfurs til handa öllum sem ég þekki.
12.10.04
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli