25.10.04

Í prenthæfum fréttum helgarinnar er þetta helst:

Er flutt með allt mit vit á Vitastíg, og er það viðeigandi. Búið að komast að því, the hard way, að það kemst líklega ekki hvað sem er upp stigann minn. Hetjurnar frá Póstinum og Pálmi og Árni stóðu sig þó vel í að koma upp til mín þvottavél og næstumþvíofstóru rúmi.

Eftir allan þennan burð á föstudaxkvöld skelltum við hjónin okkur á Nelly's en þar var ofurgrúppan Hraun að spila. Stórgaman.

Á laugardaginn var síðan Margt smátt. Þar kenndi ýmissa grasa og mér fannst margt skemmtinlegt... Hefði reyndar þurft talsvert til að ná mér niður eftir flutningana og alla þá stórkostlegu viðburði sem ég er að upplifa þessa dagana. Jón Viðar og Silja Aðalsteins gagnrýndu, á köflum ágætlega en stundum undarlega. Kvöldið endaði á því að bandalagið tróð sér inn á Ölstofuna, sem fyrir var þéttsetin. Það var... athyglivert.

Og í gærkvöldi fórum við á Sweeny Todd. Þvílík og önnur eins gargandi öskrandi snilld. Þetta voru 3 tímar sem gjörsamlega flugu hjá. Mæli algjölega með þeirri sýningu!

Og nú er þessi menningarlega helgi bara liðin. Árni minn er að yfirgefa mig á eftir og það verður nú illa bjánalegt að vera í nýja húsinu mínu án hans.
Og svo fer nú eiginlega bara að koma að undirbúningi fyrir reisu til Færeyja sem hefst á fimmtudag. Jæks!

Engin ummæli: