27.10.04

Ferðahugur!

Var loxins að skoða nákvæmilega hvernig dagskráin er í Færeyjum. Auðvitað mest fundir og námskeiðildi, en inn á milli sýnist mér við vera að fara að sjá 2-3 leiksýningar og fara á nokkur söfn. Sem sagt, stíft prógramm, en lítur gífurlega skemmtilega út. Tími ætlaður til svefns og átu er af skornum skammti, eins og við var að búast, en mér sýnist þetta alveg vera alls virði og meira en það.

Kom að því að ferðahugurinn tók völdin, var að fatta að þetta að þriðja utanlandsferðin mín á þessu ári og allar eru þær í þrælmenningarlegum tilgangi.

Er alveg nógu menningarleg til að passa í listaspíruíbúðina mína.

Og þá er það bara heim að pakka á milli vinna. Blogga væntanlega ekki meira fyrr en á þriðjudag. Þá kemur ferðasaga.

Engin ummæli: