8.10.04

Uppskrift að Hinum Eina Rétta.

Opinn og skemmtilegur... án þess þó að vera síblaðrandi fábjáni.
Orðvar... án þess þó að vera þumbaralegur leiðindapúki.
Með góða stjórn á peningamálum... án þess þó að vera nískur.
Ekki latur... ekki ofvirkur.
Ekki þunglyndur... ekki hórkarl.
Ekki hræddur við skuldbindingar, sérstaklega ekki með mér.

Svo verður hann náttúrulega að vera til í að hlæja með mér, hugga mig þegar ég grenja, bera fyrir mig þunga hluti, eignast öll börnin með mér á meðan ég er ung og ferðast með mér þegar ég verð gömul.

Að hugsa sér. Ég er nokkuð viss um að fyrir ekkert svo svakalega löngu síðan þótti ekkert af þessu til of mikils ætlast. Það hefði ekki þurft að taka neitt af þessu sérstaklega fram. Hvenær tóku karlmenn heimsins sig saman og ákváðu, langflestir sem einn, að verða dysfúnksjónal ólíkindatól?

Engin ummæli: