5.10.04

Og það er kominn vetur. Ekkert smá. Var næstum orðin úti á leiðinni í vinnuna.

Í tilefni þess er rétt að taka púlsinn á ruslpósti. Þar hefur nefnilega verið að gerast örlítil áherslubreyting. Mér hefur ekki verið boðið að láta stækka á mér tippið mánuðum saman, en hins vegar er núna verið að bjóða allt milli himins og jarðar sem mögulega getur fengist í pilluformi. Sem sagt, læknadóparar heimsins eru greinilega góður markhópur þessa dagana.

Svo fékk ég einn póst áðan sem hét: Look and feel 20 years younger!

10 ára? Gæti svo sem verið nógu gaman...

Annars, veit ekki hvernig DV náði í stefnuræðu forsætisráðherra og er líka alveg sama. Nennti ekki að lesa hana. Sá hálfa setningu úr þessari ágætu ræðu í sjónvarpinu í gær og það var nóg til að svæfa mig.

Gerði enn og aftur heiðarlega tilraun til að láta reka mig úr nýju vinnunni, með jafn litlum árangri og síðast. Þar með ætla ég að sætta mig við örlög mín og tala við launadeildina í dag, svo ég fái útborgað. Október verður reyndar martraðarkenndur mánuður, en ég er líka að fara að eignast heilan haug af peningum sem ég hef aldrei tíma til að eyða. Sé svo sem alveg fegurðina í því. Þarf líka að fara að reyna að læra hvað samstarfsfólk mitt heitir.

Get ekki ímyndað mér hvenær ég hef tíma til að setjast niður og skrifa eitthvað í Memento Mori. En... það bara... reddast... eða eitthvað.

Mér er eitthvað undarlega sama um allt í dag.

Engin ummæli: