15.3.05

Læti

Já, það mátti reikna með því að í dag yrði ærslafullur dagur á skrisstofunni. Fólk í kaffi áður en ég var búin að hella uppá, og þannig. Og það er hann. Jájá.

Í óspurðum fréttum, nú hefur elsku hjartans snillingurinn hann Árni minn, sem er líka frábær sáli, losað mig við ritstíflu undanfarinna ára. Ég er farin að skrifa og skrifa. Allt í einu komin vel í gang með ein 3 leikrit, sem öll eru meira og minna um samskipti fólks. Hvað annað? Semsagt ógurlega gaman á skrifstofunum mínum í dag, heima og heiman. Ef svo heldur sem horfir held ég ég þurfi að halda einhvers konar höfundasamkundu bráðum. Til að vita hvort þetta er eitthvað...

Sjöfalt húrra fyrir Rannsóknarskipinu mínu sem getur allt!

3 ummæli:

Gummi Erlings sagði...

Ekki gleyma eins og einum mónólóg, svona í framhjáhlaupi...

Annars veitti mér ekki af vænum slurk af norðlenskum vítissóda. Þú mælir semsagt með þessu?

Gadfly sagði...

Hmmm... Hlýtur að vera frábær maður fyrst þú ert svona dugleg að skrifa. Af hverju læðist að mér sá grunur að þessi ritgleði þín kunni að standa í einhverju sambandi við það hvað þú sjálf getur? Ætli Halldór hafi einhverntíma þakkað Auði fyrir það hvað hann skrifaði mikið? Fínt að vera ástfangin, ekki síst ef maðurinn er rúmlega frambærilegur en farðu nú samt ekki að eigna honum heiðurinn af því sem þú ert löngu búin að sanna að þú getur vel án sálræns stuðningsfulltrúa. Hlakka til að sjá afraksturinn. :)

Sigga Lára sagði...

Mín ritSNILLD er eingöngu tilkomin af því sem ég sjálf get. Mína ritGLEÐI þessa dagana þakka ég manninum mínum. Þar sem það hefur ekki borið mikið á henni undanfarin 4 ár eða svo. En svo smásálarfræðaði hann á mig og er mér daglega til andlegrar uppörvunar af fúsum og frjálsum vilja.

Halldór Laxness var egópúki og þakkaði aldrei neinum fyrir neitt. Efast um að hann hafi nokkurn tíma þakkað Auði fyrir matinn einu sinni. Finnst þér það til eftirbreytni?

Hef huxað mér að eigna Árna bara allan þann heiður sem honum ber. Hann á það bara alveg skilið, ástfengni eða ekki.