18.3.05

Svanirnir

Var að lesa dáindissnilld hér um það hvernig hægt er að eignast algjörlega lovlí líf í gegnum veruleikasjónvarpið. Mikil snilld.

Sá einmitt einhvern hluta af "The Swan" á Skjá einum í gærkvöldi þegar ég var að bíða eftir Örvæntingarfullu Húsmæðrunum mínum á stöð 1 í gærkvöldi. (Já, imbinn stjórnar lífi mínu algjörlega þessa dagana, og gerir það ágætlega.) Það sem ég hjó eftir í orðfæri þessara þátta var hversu rækilega væri hamrað á því við stúlkurnar, eftir aðgerðir, að þær væru "nýjar manneskjur". Algjörlega orðnar óþekkjanlegar í útliti. Og það ku hafa átt að vera gott. Jú, sjálfsagt hefur sjálfstraustið þeirra fengið sæmilega yfirhalningu með öllu saman, en, nýjar manneskjur? Er það yfirhöfuð hægt? Eða hollt, ef út í það er farið?

En þetta er náttlega ekki fyrir sjálfsánægjupúka eins og mig að skilja. Sem finnst ég sjálf ævinlega líta óaðfinnanlega út, hvað sem hver segir, og er óhagganlega sannfærð um eigið ágæti í hvívetna. Auk þess náttúrulega að hafa alltaf rétt fyrir mér!

4 ummæli:

Ásta sagði...

Þessir “ljótu” andarungar virðast eiga það allir sameiginlegt að vera með frekar litla og jafnvel mölbrotna sjálfsmynd þegar hafist er handa og flestir í engum samböndum eða þá með einhverja handónýta eiginmenn sem nenna ekki að tala við þá. Síðan á barbídúkkumeðferðin að gera þá að heilum manneskjum. Það fáránlega er að enginn þeirra er neitt sérstaklega ljót – þetta eru bara ofur venjulegar konur sem mundu hressast rækilega við ef þær fengju ný föt og góða klippingu. Síðan þurfa þær að eyða þremur mánuðum í að hlusta á “sérfræðinga” skammast út í þær ef þær reyna ekki allt til að gerast fegurðarsamkeppnishæfar. Oj bara. Hvað gerist þegar allt sem lyft var fer að síga og strípurnar vaxa úr – hvað verður þá um sjálfmyndina?

Gadfly sagði...

"Nýtt" er sennilega mest notaða orðið í allri auglýsingamennsku. Ég vona allavega að gömlu vinirnir mínir verði ekki orðnir "nýjar manneskjur" næst þegar við hittumst. Ég fíla þá eins og þeir eru, þessvegna eru þeir vinir mínir.

Nafnlaus sagði...

Ég var að lesa svolítið athyglisvert á dögunum. Man ekki hvar, en alveg örugglega á netinu. 95% aðspurðra kvenna, sögðust vera ósáttar við appelsínuhúðina sína.
95% aðspurðra karla sagðist aldrei hafa tekið eftir appelsínuhúð á konu.
Meaning: annaðhvort hafa þeir allir einungis séð þessi fimm prósent kvenna naktar, eða þá að við erum BARA bilaðar... sumar hverjar.
...ég er til dæmis ekki biluð, enda sé ég ekki appelsínuhúðina á rassinum á mér. Ég HEF ENGA!!! :)

Nafnlaus sagði...

Það hefur lengi verið vitað að 95-100% af brengluðu fegurðarmati kvenna á sjálfum sér er byggt á þeirra eigin misskilningi, ekki kröfum karlmanna.