28.7.05

Heimavinna

Fór í mæðraskoðun í gær, og fékk heimavinnu. Er búin að liggja í símanum í allan morgun og panta mér tíma á flestum heilbrigðisstofnunum í bænum. Er farin að hallast að því að betra hefði verið að vera óléttur í gamla daga, áður en farið var að fylgjast með nokkrum sköpuðum hlut. Hvað um það, afkomandinn reyndist hafa ágætis hjartslátt og tók einnig í tilefni daxins smá frekjukast og boxaði þannig að Móðir Jörð fann fyrir. Það var nú... skrítið. Svolítið eins og ég hefði óvart gleypt sódastrím tæki.

Allavega, það er stundum þannig að þegar maður þarf að leggjast í símann þá gerir maður allt annað í leiðinni. Er loxins búin að hafa samband við manninn sem hún Linda benti mér á og panta eignaskiptasamning. Og ganga frá einu og öðru pappírslex eðlis. Gott ef ég byrja ekki líka í dag að leggja drög að mínum 18. flutningum, sem ég er einmitt alls ekki búin að vera að nenna.

Og svo verð ég líka að hrósa honum Hugleik fyrir dugnaðinn. Hann er búinn að blogga á hverjum degi alla leikferðina! (Sem er reyndar bara búin að standa yfir í tvo daga, en það er nú samt afrek miðað við fyrri tilraunir til slíx.) Þetta getur vonandi haldið áfram að vera morgunlesningin mín næstu daga.

Engin ummæli: