11.8.05

...og Stór Dagur

Eftir vinnu er ferðinni heitið upp á þjóðskrá. Þar skal framinn gjörningur á eyðublöðum sem staðfestir sambúð okkar Rannsóknarskips. Þetta er Stórviðburður hjá mér. Á pappírunum hef ég nefnilega aldrei verið við karlmann kennd. (Eða kennt karlmanns.) (Nema kannski í meðgöngupappírunum...)

4 ummæli:

Varríus sagði...

Mazeltov!

Að sjálfsögðu þurfti hjartahreinan norðlenskan bóndason til að gera heiðvirða konu úr þér. Megi ykkur verða margra feitra og vöðvastæltra skilgetinna barna auðið.

Þórunn Gréta sagði...

Til hamingju bæði tvö með þennan stóra dag og flutninga og sambýli og ný heimkynni og bara lífið og gleðina.

Nafnlaus sagði...

Er ekkert brúðkaup á næsta leiti? Mig langar svo mikið að komast í brúðkaup, alveg eins og mitt en bara þar sem ég þar ekki að vera stillt og prúð heldur get grillað kjötsúpu ber að ofan klukkan sjö um morguninn...
Treysti þér einni til að halda amennilega uppá slíkt. (að mér undanskilinni)

Sigga Lára sagði...

Jiii, var ekki búin að láta mér detta þennan vinkil í hug... en brúðkaup nenni ég ekki einu sinni að huxa um að spá í fyrr en ég get dottið íða aftur! Að minnsta kosti.