12.9.05

Attur

komin í vinnuna. Flaug á 11. september. Það var gott.

Og þann sama merkilega dag stóð systir mín hin norska við stóru orðin og stofnaði sér blogg!

Og eru það mikil tíðindi og ljómandi.

Og von er til þess að systir mín hin fyrrum norska hætti blaðamennsku og fari þá kannski að blogga af einhverju viti. Hún ætlar víst reyndar í sálfræðimálin þannig að það er líklega vissara að hún passi sig á kærunefnd einkamála (eða hvað það nú heitir sem bannar sálfræðingum að hafa asperger í flimtingum) sem ku hafa augu á hverjum fingri. En það er synd. Held hún Hugrún sé fær um fyndnari ærumeiðingar og "trúnaðarbresti" en flestir... Þetta verður nú missir fyrir D-Voffið.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

"Flaug á 11. september".

Og meiddirðu þig ekkert?

Sigga Lára sagði...

Neinei, hann er mjúkur.

Nafnlaus sagði...

Huxa sér hvað það hefði orðið mikill missir fyrir íslenskt tónlistarlíf ef e-r hefði flogið á 12. september.