7.9.05

Hún er enn góð...

Alveg eins og þegar ég byrjaði á henni fyrr í sumar, og öll hin skiptin sem ég hef lesið hana. Hvernig finnst mönnum annars hljóma:

Ef stúlka:
Heljarslóð Orrusta Árnadóttir

Ef drengur:
Benedikt Gröndal Árnason

Ha?

Eins gott að maður verði að lesa eitthvað gáfulegra í kringum fæðingu.

Og, talandi um nöfn, kann Heiðu og Svandísi bestu þakkir fyrir að finna upp ónefnið Heiðlaugur Svan. Er búin að nota það í leikrit.

16 ummæli:

Varríus sagði...

Djúnki Snær Árnason hljómar líka afspyrnuvel.

Og ef stelpa: hvað heitir aftur skessan ógurlega í bókinni.

Nafnlaus sagði...

Eða Eyjarslóð??
Annars ertu ekki kona með konum nema þú skírir barnið Tristan Tandra eða einhverju álíka. Ég þyki td mjöööög púkaleg með nafnaval á minni hersingu, en þekki hvernig það er að vera gefið rosa frumlegt nafn sem síðan annarhver stelpukrakki er í dag nefndur. Þessar stelpur heita allar: Sara Mist, Sandra Mist, Ylfa Dögg, Aríel Ylfa og eitthvað álíka.. Mér er farið að líða eins og stórum hæstaréttardómara sem heitir Tara Ögn!!!!

Tískunöfn eru svosem ágæt en ég man þegar ég vann á leikskóla og þar hétu fjórir drengir Aron eitt tímabil, þrjár stúlkur hétu Aníta og önnur hver hét sól að eftirnafni og annarhver drengur hét Már, Mar eða Snær í restina.
Töff sjitt að kalla í útivistinni á óþekktarorm sem ber sama nafn og restin af krökkunum......

Mér finnst íslensk nöfn alltaf flottust. Hallgerður, Hrafnkatla (sem Baldur átti að heita) Bergþór og Ásbjörn og svo frv.....

Varríus sagði...

Töff Sjitt er líka ágætt.

Nafnlaus sagði...

Þar sem ég stefni ekki að frekari barneignum þá verð ég að leifa Bergey... en það áttu tvíburarnir endilega að heita þegar ég hélt að þarð væri bara eitt stúlkubarn á ferð!

En eftir standa Grettir, Glámur, Eyvindur og Halla (helst í tvenningu), Drangey, Málmey, Papey, Flatey, Viðey, Geldinganes og Vestmannaeyjar.

Mér finnst gaman í nafnaleik.

Nafnlaus sagði...

Sonur minn (ef verður) verður nefndur Dufgus!
Hann verður retro-teknógaur árið 2025.

Huld

Gadfly sagði...

Orrusta Slóð, allavega er móðins að hafa eitt atkvæði í seinna nafni.

Sem betur fer er ég hætt að fjölga mannkyninu en þegar ég verð amma ætla ég að frekjast með nafnið á barninu. Í minni ætt hefur t.d. gefist vel að verðandi amma leggist í rúmið þar til hún fær sínu framgengt. Sonarsonur minn á að heita Engilbjartur Geisli.

fangor sagði...

jón geir vill eiga margréti járnfrú og belg brján. ekki veit hvernig best er að snúa sér út úr því...þ

Varríus sagði...

Segðu Jónigeir að fá sér páfagauka, eða hamstra.

Sigga Lára sagði...

Svar við 1. kommenti: Þær eru nú nokkrar, en ein þeirra heitir til dæmis Vígvaða. Sem er gífurlegt nafn.

Annars veit ég ekki hvenær við Rannsóknarskip getum farið að spekúlera í nöfnum af einhverri alvöru. Það fer alltaf út í einhvern fíflagang hjá okkur.

Ætli það endi ekki bara með því að verða Kafbátur eða Kæna?

Nafnlaus sagði...

Sem minnir mig á þau systkyn Snekkju og Ara Knörr - og þau eru sko til í alvörtunni. Verst að ég man ekki hvað restin af systkynahópnum heitir.

Spunkhildur sagði...

Maður á alltaf að halda sig við það sem kemur fyrst. Heiðlaugur Svan er prýðilegt nafn. Hinzvegar má leiða líkum að því að þetta verði telpuhnokki og þá læt ég svo lítið að benda þér á hið ágæta nafn Eyrún með tilvísun í hið fagra nafn Hugrún, með tilbrigði. Afar artý og afskaplega fallegt...

Nafnlaus sagði...

Gröndalína gæti gengið á stúlku. Svolítið eins og Gvendólína. Benedikta Gröndalína er samt ekki gott. Þá er Dægra Dvöl skárra.
Ef ekkert skessunafnið í orustunni virkar má redda sér á Skessa Svöng.
Tek undir með Varríusi; Töff Sjitt er prýðisnafn.
Samkynhneigðarfóbistar myndu einelta barn sem héti Bergey. Rétt eins og maður getur verið ber-dreyminn hlýtur maður að geta verið ber-gay!? Drangey gæti sloppið.
Talandi um Dufgus. Dufþakur er öndvegisnafn.
Ég hef mestar áhyggjur af því þegar Belgur Brjánn og Margrét Járnfrú verða kölluð inn í mat, í hvaða röð það verður gert!!!??? Það er trúlega óyfirstíganlegt svo jú... endilega hamstra páfagauka.
Af bátatengdum nöfnum er Fley dáldið gott. Virkar á bæði kyn. Friðrik Fley. Gyða Fley. Freygáta er annað.
Heiðlaugur Svan er brilljant. Hugsið ykkur blöndu af skáldunum Heiðreki Guðmundssyni, Geirlaugi Magnússyni og Birgi Svan Símonarsyni. Úff!
Tja jújú... Afar Artý er svo sem allt í lagi. Pínu kjánalegt.
Annars finnst mér Eilíen Dögg eða Eilíen Daði voða fallegt líka.
Hef svo sem enga skoðun á þessu þannig.

Varríus sagði...

Artý er prýðisnafn líka.

Nafnlaus sagði...

Ég ætla ekki að hætta mér inn í frumskóg kræklóttra íslenskra manna(ó)nafna eða sækja í brunn vísinda-þjóð-skáld-eða óskrifaðra sagna. En Eyrún er réttilega fullkomið prýðisnafn. Komst að því (eftir nafngift) að það þýðir leyndardómur hamingjunnar. Kannski fullt tilefni til að skora á kommentara að fletta upp merkilegustu tillögum sínum og segja okkur merkingu nafnanna. Tíhíhíhí ...

Nafnlaus sagði...

Kíkti aðeins á hvað dómsmálaráðuneytið segir að við megum heita og datt niður á þetta fínasta nafn sem ég er alvarlega að spá í að taka upp sjálfur, þ.e.a.s. Ljótur Lýður og þá kræfist ég þess að lagskona mín hún Huld tæki upp nöfnin Hugljúf Brák...

Sigga Lára sagði...

Talandi um að týnast í nafnafrumskóginum, ég held ég hafi einu sinni dottið íða með þessum Ara Knörr (Knerri?) sem Habbý minntist á. Ásamt með félögum hans og mínum Hjálmari, Hjörvari og Tjörva. Að rugla þessu ekki öllu saman var orðið erfitt á seinni landaflöskunni...