Ég held ég sé að verða búin að losa heilann út úr síðasta verkefni. Er allavega alveg að verða búin að ná í skottið að því sem er efst á baugi í umheiminum. Og alveg á fullu að mynda mér skoðanir í dag. Bara tímaspursmál hvenær þær verða komnar í eitthvað tjáningaform.
Allavega er ég að huxa um að ræða alvarlega við stofnfrumuna í barninu í sjálfri mér og athuga hvort hún er ekki til í að sjá til þess að Kafbátur erfi rólyndi og skapgæði föður síns og sönghæfileika, að minnsta kosti. Og svo auðvitað almenn dásamlegheit. Eitthvað dálæti virðist barnið allavega hafa á tónlist. Þegar svoleiðis heyrist upphefst jafnan mikill dans. Einkum og sérílagi við tónlist úr Jólaævintýrinu, en það var trúlega fyrsta tónlistin sem Kafbáturinn heyrði, eftir að hann fékk eyru. Hitt áhugamálið virðist vera fótbolti. Við áhorf á sollis gerast jafnan fóboltaæfingar á mínum heimavelli. Menn spyrja kannski sem svo hvort mikill munur sé á hreyfingum innra með mér eftir því hvort um er að ræða dans eða fótbolta? Það er það sko. Fótbolti er óþægilegri.
Annars hefur verið í gangi mikil tiltekt í Imbu-Skjálf. Hélt á tímabili daginn eftir frumsýningu að ég væri komin með hreiðurgerð, þangað til ég komst að því að æðsti höfundur þjáðist af því sama. Reyndust vera einhvers konar fráhvörf sem brutust fram í röðunarfíkn og þvottæði. Það er líka bara ljómandi. Ætla að reyna að stefna á að föndra aðventukrans og finna öll aðventuljós heimilisins í vikunni og setja þau útum ALLT.
Jólajóla.
22.11.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Fótbolti er óþægilegur.
Takk fyrir sýninguna og til hamingju.
Bæði innvortis og útvortis.
Já til hamingju annars. Finnst ennþá fremur skrýtið að hafa ekki komist á frumsýningu - en fer að sjá við fyrsta tækifæri.
Oh.. ég er líka komin í jólagírinn!!!
Skrifa ummæli