21.11.05

Gagg

Var búin að lofa alheiminum því, svona innra með mér, að hætta nú að tjá mig um hið nýfrumsýnda Jólaævintýri. Get samt ekki látið hjá líða að benda á umfjallanir sem við höfum fengið bæði hér og í Mogganum í dag. Fínustu pistlar frá Herði og Hrund eins og ævinlega. Og, ég verð nú bara að minnast á eitt. Í þessu höfundagengi er ég FREMST í stafrófinu! Hef aldrei verið það í neinu samhengi. Enn ein ástæðan til að halda áfram að skrifa með þessu fólki. ;-)

Og þá er víst best að fara að hrökkva í gírinn og hefja undirbúning frumsýningar Kafbáts. Á þeim vígstöðvum er nú bara næstum allt eftir. Þarf að sækja dót um alla Smábátsætt og við erum ekkert farin að hugsa fyrir hlutum eins og í hvurslax rúmi barnið á að sofa eða öðrum hirslum til að geyma það í. Umsókn um fæðingarorlof liggur í gremjulegum dvala, þar sem ég fyllist ævinlega skapvonsku þegar ég hugsa um hana.

En þetta verður vika foreldrafræðslunnar. Á miðvikudaginn erum við að fara í lannnga mæðraskoðun sem á að felast aðallega í því að ljósmóðirin ætlar að taka klukkutíma í að tala um allskonar. Ég reikna með að verða margs vísari.

Sama eftirmiðdag hefjum við síðan setu á foreldrunarnámskeiði, sem ég er að vona að sé jafnfyndið og Björn M segir. Rannsóknarskip vonar að hann verði eftir það við öllu búinn. Hef grun um að hann hafi miklu meiri áhyggjur af fæðingu en ég. Og er þá talsvert sagt.

Að lokum: Mig dreymdi um sýningu sem Leikfélag Hafnarfjarðar frumsýnir um næstu helgi. Vakti hún í draumförum mínum svo mikinn múgæsing að menn söfnuðust saman, hundruð talsins, einhvers staðar á víðavangi, klæddir eins og Keltar í gamla daga og höfðu varðelda og gengu umvörpum á spjót sín. (Og þetta var sem sagt sértrúarsöfnuður sem spratt af hamslausri aðdáun á sýningunni, ekki skipulagt fjöldasjálfsmorð...)

Hvort þetta tengist eitthvað efni sýningarinnar skal algjörlega ósagt látið, enda veit ég ekkert um hana. En, hlýtur að spá góðu?

5 ummæli:

Berglind Rós sagði...

Til hamingju með sýninguna, hún er greinilega hin mesta snilld! Eru ennþá til einhverjir miðar, hvaða sýningar eru líklegastar með það?

Sigga Lára sagði...

Jájá, þeir eru til. Ég held að enn sé eitthvað laust á miðvikudag og föstudag. En svo er eitthvað lítið um það fyrr en um miðjan desember.

Held það sé auðveldast að panta í miðapantanakerfinu á hugleikur.is

Og rétt að benda áhugasömum á að panta sem fyrst. Þetta er að seljast eins og ég veit ekki kvað.

Nafnlaus sagði...

Kongratsjú man!!

Siggadis sagði...

Hummm... já... varðandi draumfarir þínar þá held ég að þú hafir hitt skrúfuna á borinn, hef aðeins verið að LH-ast smá en ætla ekki að staðfesta eitt né neitt... né neita. Hvað óléttu og námskeið varðar segi ég bara have Fun! Vona að það fari að koma leikrit bráðlega um meðgöngu og fæðingu og þá í skemmtilegum stíl... ekki eitthvað kellingarrugl :-)

Nafnlaus sagði...

Ohh! Framvegis ætla ég bara að skrifa með Togga (og kannski Bibba líka) til að lenda fremst í upptalningunni. Ármann 'drekinn!